Um thorrablót
Annan hefur afar gaman af thorrablótum. Hvad er skemmtilegra og um leid thjódlegra en ad borda úldinn mat og veltast um ofurölvi medal fjölskyldu og vina? Ekkert. Alls ekki neitt! Thegar ég var lítil voru haldin stór fjölskylduthorrablót í föduraettinni minni. Sú aett er thekkt fyrir miklar og hávadasamar samkomur sem láta engan ósnortinn. Thar er gaman. Á einu slíku var kvedin eftirfarandi vísa:
Thorramaturinn thykir mér
thjódlegur og gódur.
En allur vill hann upp úr mér
er ég sé minn bródur.
Mér hefur alltaf fundist thessi vísa alveg hraedilega fyndin.
Ég var farin ad hugsa til thorrablótanna atrax eftir jól. Sýtti thad mjög ad vera föst í útlandinu og fá ekki mitt slátur og brennivín. Thví kom thad eins og fagnadarerindid af himnum ofan thegar vid Stefanía fréttum af thorrablóti Íslendingafélagsins sem fram fór í Utrecht sl. laugardag.
Vid áttum reyndar ad spila á tónleikum helgudum snillingnum John Cage í Amsterdam sama kvöld. Gerdum thad med stael. Reyndar afrekadi Fridrik thad (NB. ekki Anna) ad spila thrusuflott g medan 67 adrir voru ad spila d. Alger hittari.
Ad tónleikunum loknum tókum vid á rás út á lestarstöd og upp í lest til Utrecht. Thar thurftum vid svo ad taka adra lest. Vid vissum ekki baun í rass hvert vid vorum ad fara svo vid brugdum á thad snilldarrád ad spyrja virdulega frú til vegar. Yfirleitt hafa virdulegar frúr eitthvad vit á slíku. Virdulega frúin sagdi ad vid thyrftum ad labba eftir thröngum, illa lýstum stíg í 20 mínútur til ad komast á stadinn. Hvad leggur madur ekki á sig...
Thegar vid komum loksins á leidarenda blasti vid okkur reisulegur búgardur. Vid rédumst til inngöngu og thá blasti vid hollenskt sódakalla fimmtugsafmaeli med schlager músík og fáklaeddu kvenfólki uppi á bordum. Óbeibí. Adspurdir könnudust thjónarnir ekki vid neina Ijslandse feest og fannst okkur thad skrýtid. Á endanum birtist thar vinalegur yfirmadur. Thegar vid sögdumst vera á leid í okkar Ijslandse feest kom á hann svipur sem ég hef stundum séd á fólki sem er ekki vant ad umgangast throskaheft fólk en lendir inni á midju jólaballi Gledigjafanna. Med sama svip leiddi hann okkur inn í gegn um eldhús stadarins, opnadi dyr og sagdi :"Ég held ad thid séud ad leita ad thessu" Svo ýtti hann okkur inn og lokadi eldsnöggt á eftir sér.
Mér leid eins og ég vaeri ad vakna af löngum draumi. Langbord svignudu undan mis-úldnum mat á silfurbökkum. Edal hangikjöt, slátur, lundabaggar, hardfiskur...brennivín í kampavínskaelinum. Og hljómsveitin spiladi Íslenskir karlmenn med Studmönnum. Thvílík fegurd. Ég fór naestum thví ad gráta af gledi og födurlandsást.
Vid settumst ad bordum. Heilsudum fólki sem vid thekktum og thekktum ekki. Bordudum alveg fullt. Og svo enn meira. Ég fór 5 ferdir á barinn á jafnmörgum mínútum. Barthjónarnir horfdu vantrúadir á thessar laglegu ungu stúlkur thamba bjór og stífa slátur og hardfisk úr hnefa. Thegar ég fór sjöttu barferdina voru their farnir ad hlaeja ad mér.
Svo var dansad. Öll uppáhalds lögin mín. Allir sungu med. Ég hef kunnad alla textana á "Med allt á hreinu" frá thví ég var fimm ára. Tharna fékk ég taekifaeri til ad láta ljós mitt skína. Svo undurskaert.
Thegar ballid var búid var smalad í rútu á leid til Rotterdamms. Thar voru ókeypis drykkir. Rallallae.
Í Rotterdam fórum vid med hinu unga Íslandi á skemmtistad. Ég var enn med víóluna á bakinu. Ad ég skuli ekki hafa týnt henni...
Vid fengum ad gista hjá theim sómahjónaleysum Helgu og Andrési í Rotterdam, hundinum theirra til mikillar skemmtunar. Thau gáfu okkur súpu og kók í morgunmat. Kann ég theim mínar bestu thakkir fyrir!
Ég er strax farin ad hlakka til ad fara aftur. En fyrst eru thad páskarnir...sumarid, sláturtídin, jólin...
Er ekki annars bolludagur á mánudaginn? Veiiiii!!!!!!
Gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli