Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Um netpróf.
Netpróf eru stórskemmtilegt fyrirbaeri. Thar getur madur komist ad ýmsu um sjálfan sig sem madur vissi ekki ádur. Eins og hvada litur lýsi best manns innra manni. Hvad útlims madur gaeti hugsad sér ad vera án. Hvort madur sé líklegur til ad myrda maka sinn. Hvort madur sé karl eda kona.
Ég hef aldrei verid neitt sérstaklega mikid í netprófunum enda finnst mér ég ekki thurfa ítrekadar netsannannir thess hversu frábaer, gegnheil og sjarmerandi ég er. En um daginn var mér sendur hlekkur á "vidurkennt" netpróf thar sem madur átti ad finna út hvort madur vaeri med heilagerd karls eda konu. Vidkomandi sendanda hefur greinilega fundist ástaeda til ad ég athugadi thad. Enda virdist ekki vanthörf á...thví samkvaemt prófinu aetti ég ad drífa mig í kynskiptaadgerd skipta um nafn og fara ad ganga í netabol öllum stundum. Thad fannst mér merkilegt. Ég á einhversstadar ad eiga netabol.
Ég spurdi sjálfa mig: Er ég karlmadur afthví ad ég vil gera hlutina sjálf og thrjóskast vid ad spyrja til vegar? Er ég karlmadur afthví ad ég kann ad losa stíflu úr vatnslás? Eda vegna thess ad mér finnst Valentínusardagurinn heimskulegur og er hlynnt frjálsum ástum? Er ég karlmadur thví ad mitt aedsta takmark í lífinu er ekki ad gifta mig og eignast hundrad börn? Hvad í fjandanum er í gangi!
Á vegabréfinu mínu stendur ad ég sé kona. Og hananú!!
Thad er eitt ad mismunandi hormónar móti í manni heilann eftir thví hvors kynsins madur er. Hitt er annad ad samfélagid tekur ad sér thad verkefni ad draga fólk í dilka eftir kynjum og skapa thví persónuleika sem thví nemur. Konur eiga ad vera tilfinninganaemar, blídar og módurlegar. Karlar eiga ad vera sterkir og sjálfstaedir. Konur eiga ad búa yfir grídarlegri átómatískri módurást sem brýst fram vid minnsta taekifaeri. Karlar eiga ekki ad gera thad thví thad myndi algerlega spilla kúlinu. Konur eiga ad vera sígrátandi yfir öllu sem aflaga fer og hafa ad thví er virdist einkaleyfi á thví. Karlmadur sem graetur á almannafaeri er annadhvort hálfviti eda hommi. Ekki satt?
Mikid hrikalega fer thetta í taugarnar á mér.
Ég thekki fullt af ungum mönnum sem myndu verda hundrad sinnum betri maedur en ég yrdi nokkurn tímann. Og samt stendur í vegabréfinu mínu ad ég sé kona. Ég thekki stelpur sem búa yfir persónulegum styrk á vid 40 og myndu frekar skjóta sig í hausinn en ad vatna músum á almannafaeri. Og hafid thid fylgst med stelpum í hópíthróttum? Thar eru flestu raudu spjöldin. Mér thykir alltof vaent um sjálfa mig til ad taka thátt í thvílíkum slagsmálum. Og er Ingibjörg Sólrún dragdrottning?
Af hverju slappar fólk ekki bara af og vidurkennir ad vid erum öll einstök óhád kyni. Thurfa ekki ad vera svona eda hinssegin eftir thví hvort thad er slétt eda hangir á manni. Thad myndi leysa milljón vandamál. Fólk gaeti farid ad tala saman án thess ad fletta fyrst upp í bókum um hver sé frá Mars og hver frá Venus. Og skilid hvort annad í stad thess ad gera rád fyrir thví fyrirfram ad thad sé ekki haegt vegna thess ad vidmaelandinn vaeri annars kyns!
Audvitad tekur thetta tíma. Thad er ekki haegt ad breyta samfélaginu einn tveir og thrír, fara ad klaeda alla stráka í bleikt á leikskólunum og halda ad thad leysi einhvern vanda. Thad tharf ad verda hugarfarsbreyting. Fyrst tharf ad haetta ad skipta máli ad litlir strákar séu í bleiku. Thá verdur heimurinn fallegur. Og engin thörf fyrir vidurkennd netpróf.
Gódar stundir.

Engin ummæli: