Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, febrúar 03, 2003

Annan faer landvistarleyfi
Eftir mikla hrakninga í hinu hollenska völundarhúsi skriffinnskunnar er Annan loks ordin lögleg. Reyndar ekki nema fram í júlí, en thad má thó ekki henda oss úr landi fyrir thann tíma(!) Thetta kostadi thad ad vér thurftum ad fara á faetur á hinum vidbjódslega mannskemmandi ógudlega tíma 6 í morgun til ad fara í kaldan straetó og kalda lest (sem var sein) til einhvers mesta krummaskuds sem til er á thessari jörd...og heitir Etten-Leur. Hvad baer med sjálfsvirdingu heitir Etten-Leur...thetta hljómar eins og gamalt braud med Bónussmjörlíki.
Thegar thangad kom var ekki búid ad opna og vér thurftum ad standa úti í hálftíma. Thad rigndi á víóluna mína. Djöf...dónar ad opna ekki fyrir manni! Thegar inn kom vorum vér komnar í svo mikinn vígamód ad skrifstofublókin vard hraedd og leit ekki á helminginn af pappírunum sem vér höfdum medferdis ádur en hann gaf oss fallegan bleikan límmida í vegabréf vort sem segir ad vér megum laera í Hollandi. Svo thurftum vér ad skrifa undir skjal thar sem vér lýstum thví yfir ad ad námi loknu myndum vér hverfa úr landi. Vér skrifudum undir thad af heilindum og sönnum eldmódi!!!!

Engin ummæli: