Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Um svefnvenjur

Ég hef lesid í laerdum bókum ad til tvenns konar fólk sé til í thessum heimi. A fólk og B fólk. Thessi skilgreining er hvorki af rasískum toga né runnin undan rifjum ungra Sjálfstaedismanna. Hún flokkar fólk eftir svefnvenjum.

A fólk er morgunhanar sem spretta á faetur klukkan sex ad morgni ádur en vekjaraklukkan hefur upp sinn fagra morgunsöng. Thetta er fólkid sem býdur manni gódan dag í straetó á morgnana ádur en thad er ordid dagljóst. Thetta er fólkid sem fer alltaf í sturtu ádur en thad fer í skóla eda vinnu. Thetta er fólkid sem bordar stadgódan morgunmat. Og sofnar ofan í diskinn sinn vid kvöldmatarbordid. A fólk er kvöldsvaeft. Thad er bannad ad hringja í A fólk eftir klukkan 10 á kvöldin. Thad er daudasynd.

B fólk stekkur ekki fram úr rúminu vid hraedilegan, skerandi són vekjaraklukkudjöfulsins. Thad hendir honum í vegginn dregur saengina yfir höfud og heldur áfram ad sofa. Ef thad tharf ad maeta eitthvad frestar thad fótaferd fram á sídustu stundu og hefur sig adeins framúr med gífurlegum viljastyrk. Thad naer ekki ad fara í sturtu. B karlar raka sig alltaf á kvöldin svo their thurfi ekki ad gera thad á morgnana. B fólk grípur braud med kaefu og bordar thad á leidinni í skóla eda vinnu. Thad sofnar ekki ofan í kvöldmatinn sinn. B fólk er naeturhrafnar. Thad má hringja í thad allan sólarhringinn, nema snemma á morgnana. Thad er daudasynd.

Ég er B kona. B+. Fyrir klukkan tíu á morgnana er ég gjörsamlega óstarfhaef. Í augnablikinu er slökkt á Önnu eda hún utan thjónustusvaedis. Vinsamlegast reynid sídar. Ég líd líkamlegar thjáningar thurfi ég ad fara á faetur fyrir minn kjörtíma. Thad er ekki grín. Mig svimar. Ég fae höfudverk. Ég sé tvöfalt. Rökhugsun er fjaer mér en nokkru sinni. Thad skiptir engu hversu mikill svefn liggur ad baki. Morgnar eru mér hreinasta víti.

Thví midur fyrir mig og annad B fólk er thjódfélagid stillt inn á tíma A fólksins. Allir skulu fara á faetur á sama tíma. Öll börn skulu maeta í skólann klukkan átta. Thegar ég var lítid barn leid ég mjög fyrir thad. Sem afkvaemi vinnandi foreldra átti ég ad koma mér í skólann sjálf. Pabbi reyndi af veikum maetti ad ýta vid mér ádur en hann fór. Kveikti ljósid - sem ég slökkti aftur. Thad var mitt ad fara á faetur. Thad dró ég eins og mér var framast unnt. Flýtirinn thegar ég loks komst framúr sagdi til sín. Ég maetti í skólann í úthverfum peysum og sokkum af sinni hvorri tegundinni. Greiddi mér aldrei. Hvad thá ad ég reyndi ad greida systur minni. Hún er med krullur. Svoleidis leggur madur ekki í daudthreyttur í tímathröng.

Thegar ég fór í menntaskóla baettist morgunstraetó vid. Thad er kalt og dimmt og blautt. Og stundum vard madur ad standa alla leidina frá Breidholti nidur í midbae. Thá laerdi ég listina ad sofa standandi.
Á sídasta árinu í MR haetti madur ad eiga á haettu ad vera kalladur á eintal vegna slaemrar maetingar. Latína var yfirleitt í fyrsta tíma. Thann vetur fór ég ad sofa út. Thá fór mér fyrst ad lída vel. Ég saetti mig vid ad vera B kona.

Sídan thá hef ég reynt ad laga líf mitt ad theirri stadreynd. Ég haetti ad dadra vid Háskólann og hellti mér út í tónlistarnám. Fór aldrei á faetur ótilneydd fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10 . Í theim edla skólum Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Hafnarfjardar gat ég hvort ed er aeft mig fram á nótt. Mestu uppgötvanirnar gerdi ég milli 2 og 3 á nóttunni. Thad voru dýrdardagar. Í skólanum sem ég er í núna tharf ég nánast aldrei ad laga tíma minn ad skipulagi A fólksins enda er hér opid til 10 á kvöldin. Húsid mitt er fríríki byggt B fólki thar sem fáir fara á faetur fyrir hádegi en vaka fram á nótt vid spil og spjall og vekja aldrei med manni samviskubit yfir morgunkúri. Framvegis aetla ég adeins ad vinna naeturvinnu á sumrin. Morgnar eru nefnilega yndislegir ef madur vakir á naeturnar.

Ég sé fram á yndislegt líf sem B kona. Vakna í birtu alla daga ársins.

Kannski aetti ég ad stofna studningshóp....

gódar stundir

Engin ummæli: