Annan flytur
Emma fer til tannlaeknis....
Og Annan flytur! Thad hefur vaentanlega ei farid framhjá nokkrum theim sem eitthvad hafa verid í sambandi vid Önnuna undanfarnar vikur ad hún hefur verid ad hugsa sér til hreyfings frá núverandi dvalarstad sínum. Raedur thar mestu peningaleysi, straetóleidi og almennur pirringur sem breyttist í stress og áhyggjur eftir ad í ljós kom hvad LÍN er gífurlega örlátt á vorönn. Thví hafa undanfarnar vikur einkennst af bréfaskriftum, símhringingum og alnetsflakki í leit ad nýju húsnaedi. Thetta var mér allt hin mesta raun. Ég á nógu erfitt med ad vera kurteis á íslensku, hvad thá á hollensku. Í langan tíma virtist ekkert bera árangur og ég var farin ad undrast thad ad enginn aetladi ad fara ad falla fyrir augljósum sjarma mínum og grátbidja mig ad búa í sama húsi.
Thegar neydin er staerst er hjálpin naest....og á föstudagskvöld thegar klukkan var ad nálgast midnaetti hringdi síminn. Í símanum var ung stúlka med skemmtilega viskírödd sem sagdi mér ad líta endilega vid daginn eftir, í stúdentahúsinu hennar vaeri laust herbergi.Og thad gerdi ég. Húsid reyndist vera nálaegt midbaenum, í einu af villugjörnustu hverfum borgarinnar og thar hétu allar götur ósmekklegum nöfnum úr Búastrídinu. Gatan sem ég var ad leita ad var Pretoriastraat! Thar opnadi fyrir mér klón dr. Gunna í bol sem stód á THRASH og flókaskóm. Mér leist vel á thad eftir hjardir af gelgreiddum Hollendingum í eistnakremjubuxum sem ég hafdi ádur thurft ad tala vid í eins erindagjördum. Fyrir aftan hann birtist köttur. Mér leist enn betur á thad! Og annar köttur. Thá vard ég kát. Og svo kom í ljós stelpan sem ég taladi vid, med hárid útumallt og 3 íbúinn, fótboltadrengur med gifsada hönd. Thau voru öll berfaett. Hér vil ég búa, hugsadi Annan...
Og thad vard úr. Í vikunni flytur Annan í lítid súdarherbergi med stórum glugga og fastlínu svo nú verdur miklu ódýrara ad hringja í hana):) Hún aetlar ad mála thad gult og sauma gardínur med myndum af litlum svínum til ad hengja fyrir gluggann. Í húsinu hennar er skemmtilegt fólk, ísskápur sem er aldrei thrifinn, stórfurdulegt thvottahús, thar sem líka er sturta. Thar er skemmtilegt fólk og 2 kisur, laeda og fress sem gengur á veggi thví mamma hans'fékk pest thegar hún gekk med hann og hann er pínu tregur....
Thar er gardur sem sitja má í á sumrin...thegar einhver er búinn ad nenna ad taka til í honum og margt fleira. Ég hef ekki séd neinar könglulaer. En thad er líka vetur.
Thegar ég er búin ad finna út póstnúmerid mun ég setja nýja heimilisfangid á bloggid og senda öllum thad í tölvupósti. Ég vil ad allir viti hvar ég á heima! Svo kemur líka nýr sími. VEIII
Gódar stundir
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli