Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, október 14, 2006

Dagar víns og rósa

Það rann upp fyrir mér áðan þegar ég var að sækja hjólið mitt á viðgerðarverkstæði í þriðja sinn í þessum mánuði að dögum víns og rósa hefur fækkað í lífi mínu undanfarið. Flestir þeirra sem hafa haft það fyrir sið að lyfta með mér glasi af góðu víni yfir spjalli og skemmtisögum eru horfnir af landi brott eða fluttir í sollinn í Amsterdam, Utrecht og Rotterdam og ég hef absolút engan áhuga á að fara á kojufyllerí með sjónvarpsfréttirnar einar sem félagsskap.

Hvað rósirnar varðar er ekki til blómavasi þar sem ég bý og ég tími ekki að kaupa mér einn. Sýnisdæmi um sjálfskaparvíti og gagnslausa sjálfsvorkunn.

Samt fannst mér þessi líking um daga víns og rósa ansi smellin og flissaði með sjálfri mér í svona 7 og hálfa mínútu. Svo fór ég og keypti mér hnetur.


Víóluskrímslið - segðu það með blómum

Engin ummæli: