Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, október 26, 2006

Þau munu erfa landið

Þegar ég hljóp meðfram síkinu í eftirmiðddaginn í dag í nýju hlaupaskónum mínum með bleiku röndinni kom hópur gelgreiddra strákorma á hjólum á móti mér. Þar sem ég geystist fram hjá þeim á svo gríðarlegum hraða að merkið á joggingpeysunni sem pabbi fékk í fimmtugsafmælisgjöf sást varla æpti einn þeirra á eftir mér:

Hí á þig þú þarna með litlu brjóstin!

Blessuð börnin.


Víóluskrímslið
- tollir í tískunni

Engin ummæli: