Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, desember 12, 2006

Lífsstíll

Mikið held ég að það sé leiðinlegt að vera krónprinsessa. Sérstaklega held ég að það sé leiðinlegt að vera krónprinsessa Hollands. Fyrir nokkrum árum var Maxima, eiginkona hollenska krónprinsins, argentínsk fegurðardís á framabraut í viðskiptalífinu. Nú er hún gift leiðinlegasta manni norðan Alpafjalla og hefur ekkert að gera nema klippa á borða og eignast börn. Jú, og læra hollensku.

Þá held ég sé betra að vera úfið víóluskrímsli sem valsar barnlaust og frjálst um víðan völl án nokkurra skuldbindinga. Nema ef ske kynni nokkurra milljóna námslán á bakinu. Það er seinni tíma vandamál.


Satanísk jól


Svörtu jólin hafa haldið innreið sína víðar en á Íslandi. Hér í H-landi er allt vaðandi í jólaskrauti sem myndi betur sóma sér við svarta messu en á hátíð ljóss og friðar. Svona rusl kemur aldrei inn fyrir mínar dyr. Öss bara.


Víóluskrímslið - einfalt líf

Engin ummæli: