Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, desember 24, 2006

Heim í heiðardalinn

Ég er komin heim. Við dr. Tót drösluðum því sem eftir var af búslóð minni í Hollandi með okkur í lest út á Schiphol í morgun. Á leiðinni var dr.Tót svo óheppinn að stíga í stærðarinnar hundaskít á einum lestarpallanna. Það fannst mér eftir á að hyggja afar táknrænt.

Fluginu seinkaði nokkuð vegna veðurs en allt fór þó vel að lokum. Ísland heilsaði með hressandi roki og rigningu. Þegar ég skrúfaði loks frá heitavatnskrananum í föðurhúsum vöknaði mér um augun af þjóðernisást. Svona verður maður meyr með aldrinum.

Á morgun eru jól. Það er besta mál.


Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár!


Víóluskrímslið - sjáumst

Engin ummæli: