Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Sálarró

Það er lygilega róandi að sitja í sófanum með kjöltutölvuna á hnjánum og malandi kött í fangi, te í krús og jólalagaútsetningar á skjánum.

Mæli með þessu fyrir alla sem þurfa að lækka blóðþrýstinginn. Forsendurnar fyrir því að rétt ástand náist eru að vísu kjöltutölva, köttur (eða tveir), te og jólalög. Röðin skiptir hins vegar ekki máli.

Víóluskrímslið - kattahár á svörtum bol

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tölva, check
Köttur, check
Te, check
Jólalög - hmm er að vinna að lagi fyrir vorið, en nærri því check

Sveimérþá ef þetta virkar bara ekki?

Nafnlaus sagði...

mmm en notalegt! kv. frá USA Sirrý