Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, nóvember 01, 2008

Reiðin

Ein af mínum fyrstu minningum er frá fyrsta maí einhverntímann snemma á níunda áratug síðustu aldar. Mér var ekið í kerru niður Laugaveginn, það var sól og ég hélt á íslenskum fána í búttaðri hönd. Við fyrstu sýn gæti virst sem ég væri hér að lýsa gleðilegri æskuminningu. Víst var sól og von á kúfuðum kökudisk að göngu lokinni. Hvorki sólin né kökurnar náði þó að yfirskyggja reiðina í göngufólkinu sem enn situr í mér meira en tuttugu árum síðar.

Fólki fannst það svikið. Ekki aðeins af atvinnurekendum og stjórnvöldum - heldur verkalýðsforystunni líka. Í gjallarhorninu hljómaði krafan ,,sömu laun og Ásmundur" og göngumenn tóku kröftuglega undir. Fólk var þreytt á að þurfa að þræla allan sólarhringinn til þess að eiga í sig og á. Verðbólgan ætlaði alla lifandi að drepa. Framtíðin óljós. 

Síðan hef ég farið í margar göngur og meinlausari með ári hverju. Annað var uppi á teningnum í dag. Kapítalisminn var hengdur í hliðið við Austurstræti. Austurvöllur stappfullur af fólki. Reiðin er snúin aftur. Og ekki að ástæðulausu.


Víóluskrímslið - þúsund manns?! Hvað komast margir á Austurvöll?


2 ummæli:

Anna Kristjánsdóttir sagði...

Takk, ég gerði stykkin mín :)
Kannski ekki, ég fór ekki einu sinni niður í bæ. Eftir fíflalætin um síðustu helgi ákvað ég að vera heima. Það verður nóg af fólki sem mótmælir samt.
Sendum Jón Baldvin á elliheimili ásamt vini sínum Davíð Oddssyni

Nafnlaus sagði...

Anna, Jón Baldvin talaði ekki, heldur ekki Arnþrúður, þetta var mun betra í gær. Hefði getað sleppt Sturlu, samt.