Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 22, 2008

Náungakærleikur

Undanfarna daga og vikur hefur rignt yfir mig tölvupóstum og smáskilaboðum frá vinum og kunningjum erlendis. Erindið er yfirleitt það sama, að athuga hvort ég sé nokkuð komin á kúpuna og búi nú í pappakassakólóníu á Lækjartorgi. Þegar er búið að bjóða mér húsaskjól og aðstoð við atvinnuleit í fjórum löndum.

Öllum léttir þegar ég segi stöðu okkar dr. Tóts vera ágæta miðað við aðstæður. Enda er fréttaflutningur erlendis á þann veg að ætla mætti að hér réði hnefarétturinn við kassann í Bónus, að kveikt væri í bílum í úthverfum á kvöldin og útgöngubann eftir 21 væri í fullu gildi.

Það kreppir að - en sjaldan eða aldrei hafa eins margir bílar stoppað fyrir mér á gangbraut og einmitt þessa dagana. Það skyldi þó aldrei fara svo að Íslendingum tækist að fá nýja sýn á lífið.

Víóluskrímslið - óbærilega bjartsýnt

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki sjens!

Orri

Anna Kristjánsdóttir sagði...

ég hefi einnig fengið slatta af fréttatilkynningum um skort á vélfræðingum. Ég ætla samt ekki að setjast í einhverja nefnd til að leysa vandamálið