Ég á bíl
Hér með tilkynnist að ég hef eignast bifreið. Hún er 14 ára gömul, af gerðinni Hyundai Pony og hefur hlotið nafnið ,,litli Rauður". Einu sinni var þessi bíll nefnilega rauður. Nú er hann meira svona dökkbleikur. Litli Rauður mun fyrst og fremst gegna því hlutverki að koma mér í og úr vinnu enda langt að fara.
Litla Rauð fékk ég á kostaprís í gegnum leynileg sambönd. Planið er að keyra hann þangað til hann dettur í sundur. Það gæti í raun gerst hvenær sem er. Það er hluti af spennunni og skemmtuninni við það að eiga gamlan bíl. Litli Rauður hefur mikinn karakter. Hann gefur frá sér hljóð af ýmsu tagi og fretar hátt þegar tekið er af stað. Ef ég væri karlmaður illa vaxinn niður myndi ég varla keyra um á svona bíl. En sem betur fer þarf ég ekki að búa við slík örlög.
Ég á bíl. Það finnst mér ansi merkilegt. Ef almenningssamgöngur borgarinnar væru aðgengilegri og Keflavíkurrútan gengi oftar hefði ég nefnilega ekki þurft að eignast hann. Svona er góðærið á Íslandi í dag.
Víóluskrímslið - bless strætó á klukkutíma fresti
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með Litla Rauð:D
Skrifa ummæli