Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Súrrealískur húmor

Eins og lesendur vita læt ég helst aldrei neitt frá mér á prenti nema að hafa eitthvað að segja (fyrir utan öll verkefnin sem ég vann í uppeldisfræði úti í Hollandi). Innlegg hér eru því heldur af skornum skammti enda finnst mér takmarkað að halda að þið, kæru lesendur, hafið áhuga á að lesa hvað ég fékk mér í morgunmat.

Undanfarið hef ég brotið heilann um hvert næsta viðfangsefni mitt yrði. Mér datt m.a. annars í hug að deila með ykkur sögunni af því þegar við dr. Tót heimsóttum draug Gísla á Uppsölum, eða frásögninni af uppruna óbeitar minnar á stærðfræði, sem á rætur að rekja til kvölds eins fyrir 21 ári þar sem ég sat í stofunni heima og kláraði allt námsefni 6 ára bekkjar í stærðfræði á einu kvöldi með ömmu sem lét mig ekki komast upp með neitt múður - enda þurfti stærðfræðin að vera frá áður en haldið var í 7 ára bekk hálfu ári á undan áætlun.

Mér datt líka í huga að segja ykkur frá heimsókn okkar Annegretar í nektarsundlaugina á Yrjönkatu í Helsinki sælla minninga, Viking-blood göngunni yfir Kjöl eða tónleikunum sem urðu til þess að ég ákvað að verða tónlistarmaður.

Allt þetta verður að bíða betri tíma. Eftir að hafa séð upptöku af Laugardagslögunum síðan í gærkvöldi hef ég fengið tilviljanakennd hlátursköst í allan dag, verið með afar einfaldan texta á heilanum og í sífellu séð fyrir mér kjötfjöll berjandi bumbur og takandi hljómborðssóló með einum fingri.

Eurotrash hefur gert heila minn óstarfhæfan um hríð. Ég held með þessu lagi.

Víóluskrímslið - hohoho

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, en...

hvað fékkstu í morgunmat?

G-Doc sagði...

mig langar nú bæði að vita hvað þú fékkst í morgunmat og allar þessar sögur.