Hversdagslegur Freudismi
Í menntaskóla las ég nokkur verka Freuds. Ekki kannaðist ég við margt freudískt í mínu fari nema stöku tilfelli af tippaöfund (sem kom einungis fram ef pissað var úti við erfiðar aðstæður) og freudískar missýnir sem glöddu samferðamenn mína yfirleitt meira en mig. Ég stimplaði Freud því sem afgreiddan og skipti yfir í viktoríanskar sápubókmenntir.
Undanfarið hafa freudísku missýnirnar plagað mig óvenju mikið. Á ferð minni um Laugaveg um liðna helgi sá ég veggspjald sem auglýsti nýja plötu Geirs Ólafssonar. Platan heitir víst ,,ÞETTA ER LÍFIÐ". Mér sýndist platan heita ,,ÞETTA ER BÚIÐ" og má af þessu ráða á freudískan hátt hvað mér finnst um Geir sem söngvara.
Um svipað leyti kom ég við í BYKO í opinberum erindagjörðum. Ég stóð við kassann og beið eftir afgreiðslu þegar ég rak augun í nammi sem á stóð ,,SATAN´S CANES" Við nánari athugun sá ég að á því stóð ,,SANTA´S CANES". Svörtu tískujólin síðan í fyrra eru mér greinilega enn í fersku minni.
Ég les því allt tvisvar þessa dagana. Hver veit nema freudíski fílíngurinn flakki yfir í aðrar heilastöðvar og valdi þar óbætanlegu tjóni.
Víóluskrímslið - varkárt og varfærið
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli