Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, október 03, 2007

Topp 5 mínus 1

Það er ýmislegt skemmtilegt við það að vera tónlistarkennari.

Til dæmis er afar notalegt að sitja heima einn dag í viku íklædd föðurlandi og lopapeysu drekkandi te í lítravís og undirbúa kennslu, útsetja námsefni, skrifa greinargerðir og meterslanga tölvupósta.

Það er líka svaka gaman þegar krakkarnir koma vel undirbúnir og þjóta í gegnum heimaverkefnin sín.

Það er fjör þegar krakkarnir standa sig vel á tónleikum og koma niður af sviðinu ljómandi af stolti.

Það er rosalega gaman þegar eitthvert barnanna sér ljósið og getur loksins gert eitthvað sem það hefur barist við í margar vikur.

Það er gaman að stjórna hljómsveit fullri af hressum krökkum, sjá þá vaxa með hverri raun og þroskast sem spilarar.

Þökk sé möppudýrum þessa lands er hins vegar ekki eins gaman að fá launaseðilinn sinn.


Víóluskrímslið - gaman i vinnunni

Engin ummæli: