Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, september 25, 2007

Heilög reiði

Lítið hefur farið fyrir ritlist vorri á öldum alnetsins undanfarið. Enda höfum vér haft um nóg annað að hugsa. Víóluskrímslið hefur sveiflast milli heilagrar reiði og botnlausrar örvæntingar í heilar tvær vikur og sér ekki fyrir endann á því ástandi.

Ástæða þessa er þess eðlis að ég sé mér ekki hag í því að skrifa hana hér þar sem hún stendur óvarin og fyrir allra augum. Þeir sem þekkja mig nógu vel til þess að hafa símanúmerið mitt undir höndum mega hins vegar vel hringja í mig og eyða nokkrum tíköllum í að hlusta á mig fremja gjörninginn

"Möppudýrum þessa lands úthúðað á 1000 mismunandi vegu á aðeins fimm mínútum!"

Þetta er ansi fróðlegur gjörningur og mun vekja undrun og hneykslan þeirra sem á hlýða.


Víóluskrímslið - þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd

Engin ummæli: