Þessa helgi hitti ég fjöldann allan af gömlum vinum og kunningjum við hin ýmsu tækifæri. Ekki þarf að fjölyrða um hvað fór fram á þeim samkomum en ég skemmti mér afskaplega vel á þeim öllum.
Hápunktar helgarinnar voru margir en flutningur jazzklúbbsins á Prumpulaginu í stofunni heima sl. föstudagskvöld hlýtur að teljast einn magnaðasti gjörningur sem ég hef tekið þátt í lengi.
Í Hollandi hefði ég vafalaust verið brennimerkt fyrir að vera orðin 27 ára og þykja Prumpulagið samt fyndið.
Það er gott að vera kominn heim.
Víóluskrímslið - trallarallarallarallarallarallara
1 ummæli:
bíddu bíddu á ekkert að skrifa um þann æðislega viðburð að hitta mig?
Skrifa ummæli