Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Þrumukennarinn

Ég fór Reykjanesbæjarrúntinn í fyrsta sinn í dag og líkaði vel.

Í Njarðvíkurskóla stóð ég frammi á gangi að bíða eftir nemendum mínum þegar lítill gutti spurði mig hver ég væri. Ég svaraði því til að ég væri fiðlukennarinn.

VÁÁ... sagði sá litli og augun ætluðu alveg út úr andlitinu á honum. Ertu ÞRUMUKENNARI?

Mig tók sárt að þurfa að leiðrétta það. Mér finnst ÞRUMUKENNARI nefnilega hljóma afskaplega vel.

Víóluskrímslið - thundercat

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ Anna!! Við komumst heilar á höldnu úr heræfingabúðunum í sviss!! Það var mikill andlegur stuðningur fyrir mig að hafa ykkur Annegrethe í bunkernum í Morges! Ef þið hefðuð ekki verið þá hefði ég tapað geðheilsu minnni þarna!! Bestu kveðjur, Sirrý