Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, september 15, 2007

Gefðu þeim blóm

Í kvöld fórum við Margrét og pabbi á tónleika með Herði Torfasyni. Skemmst er frá því að segja að ég grét, hló og grét svo úr hlátri.

Það er kúnst að halda fullum sal af fólki við efnið í hátt í þrjá tíma, einn og aðeins með tvo gítara að vopni. Herði tókst það og meira til. Ekki spillti fyrir að síðasta lag tónleikanna var eitt af uppáhaldslögum fjölskyldunnar, Karl R. Emba.

Þegar heim var komið beið mín símareikningur upp á rúm tuttugu þúsund krónur en það er gangverð á því að halda sambandi við opinberan ástmann, fjölskyldu og vini á 3 vikna ferðalögum erlendis og geðheilsunni þar með. Mér var ekki skemmt.

Vodafone fær engin blóm frá mér. Hvað þá rúsínupoka með hnetum.

Víóluskrímslið - dýrt er drottins orðið.

Engin ummæli: