Ferðalög
"Finnst þér gaman að ferðast svona milli landa" spurði pabbi mig í gærkvöldi þar sem við sátum og horfðum á Jay Leno með engu hljóði á meðan ég beið eftir þvottavélinni. Nei, ekki gat ég sagt það. Ferðalög þýða í mínum huga ekkert annað en endalausar setur á flugvöllum og lestarstöðum með búslóðina í ferðatösku í yfirvikt, níðþungan víólukassa á bakinu og ekki of netta tölvutösku mér við hlið. Mér finnst hins vegar rosalega gaman að koma á áfangastað.
Þegar ég ferðast er það yfirleitt vegna þess að ég er að fara eitthvað til þess að gera eitthvað. Vera í skóla. Spila í hljómsveit. Fara á námskeið. Spila á tónleikum. Ég er sjaldnast á leið í frí. Í Leifsstöð lít ég þá ferðalanga öfundaraugum sem sitja afslappaðir á barnum og hafa engan handfarangur meðferðis nema tollinn úr fríhöfninni. Einhvern tímann ætla ég líka að gera svoleiðis.
Í fyrramálið legg ég af stað í enn eitt ferðalagið. Förinni er heitið til Sviss þar sem ég mun dvelja í rúma viku á masterclass hjá víóluleikaranum Ervin Schiffer. Þaðan held ég til Hollands þar sem örlög mín næstu 2 árin munu ráðast á 15 mínútna fundi með yfirskipuleggjendum mastersdeildar. Ég fékk nefnilega póst um daginn þar sem mér var tjáð að fyrirkomulagi námsins hefði verið breytt síðan mér var hleypt inn í deildina í desember síðastliðnum - nú yrðu reglulegir fyrirlestrar og vinnustofur út skólaárið þar sem krafist væri skyldumætingar. Það er erfitt að þurfa að mæta í fyrirlestra í Hollandi á öllum þriðjudagsmorgnum í nóvember þegar maður er í 110% vinnu heima á gamla Íslandi.
Spennandi tímar framundan. Kveikir víóluskrímslið í konservatoríinu í hefndarskyni fyrir þennan absolút dílbreiker? Heldur það sínu striki með augljósum ívilnunum af hálfu skólastjórnar? Gefur það skít í Hollendingana, slær master á frest, byggir upp svakalegan fiðlubekk á tveimur vígstöðvum, spilar kammermúsík í gríð og erg, giggar eins og það eigi lífið að leysa og hefur samt tíma til að elda góðan mat um helgar?
Ó boj.
Víóluskrímslið - vöðvabólga í uppsiglingu
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ussussuss! Ljóta hollenska pakk ;)
VONDIR HOLLENDINGAR ! helvítis gel-djöflar!
kem annars heim á morgun med krydd og te fyrir heimilid ad langholtsvegi 99
Smúds frá Berlín
M
Skrifa ummæli