Draugar fortíðar
Valerie hin hollenska er komin og farin. Á ferð sinni um landið tók hún 757 myndir, aðallega af náttúruundrum og vegskiltum ýmiss konar. Sjálf er ég reynslunni ríkari eftir að hafa ekið um Vestfirðina sunnanverða, inn alla Barðaströnd og fyrir Vatnsnes. Nú finnst mér ég geta ekið hvaða vegleysu sem er.
Í tíu daga tjáði ég mig auk þessa nær eingöngu á hollensku og komst þá að því að almennri hollenskukunnáttu minni hefur töluvert farið aftur þessa 6 mánuði sem liðnir eru frá því að ég kom heim. Það á þó ekki við á öllum sviðum. Um daginn þurfti ég að hringja í launadeild Sveitarfélagins Skagafjarðar um daginn vegna smávægilegs erindis. Um leið og ég var komin í formlega gírinn og búin að stilla á virðulegu símaröddina fór ég ósjálfrátt að hugsa á hollensku og stamaði eins og idjót í símann. 4 ár af tuði hafa greinilega sett mark sitt á undirmeðvitundina.
Eftir að Valerie var farin tók ég til við að endurskipuleggja líf mitt - sem er pakkað ofan í kassa sem dreift er um alla borg. Í dag fór ég í gegnum fötin mín og skemmti mér konunglega við að rifja upp hin ýmsu tískutímabil sem víóluskrímslið hefur gengið í gegnum síðan í grunnskóla. Ýmsu var ég búin að gleyma eins og hinu skemmtilega Vinnufatabúðartímabili (sem ég gekk í gegnum í 10 bekk og fyrsta ár mitt í menntaskóla þegar ég gekk aðeins í karlmannsfötum úr Vinnufatabúðinni) gerviefnatímabilinu (vanmáttugri tilraun til þess að auka á kvenleika minn) og blúndutímabilinu (dittó). Flest fengu fötin að gista svartan ruslapoka sem gefinn verður Rauða Krossi Íslands við fyrsta tækifæri. Ýmsar flíkur fengu þó uppreisn æru og mun víóluskrímslið skarta þeim sem virðulegur kennari nú í haust. Sýnist þó kannski sumum sitt um virðuleikann.
Víóluskrímslið - 15 litir og engir tveir í stíl
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Moi! Sun pitäis todellakin pitää tätä blogia suomeksi! Tai ainakin englanniksi... Ei vaan tajua mitään tästä. Viele Grüsse aus Berlin! We're here almost killed by an enormous middle European heat wave. Luckily beer is very cheap and Döner Kebab will keep us alive. ó já. Or was it ò jà? Mahtavaa anyway. Anna und Matias
Skrifa ummæli