Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, júní 26, 2007

Rónatanið

Ég átti frí í dag. Síðustu viku hef ég unnið myrkranna á milli á sambýlinu og þurfti því alvarlega að hlaða batteríin. Til að fagna því að eiga frí fór ég með litla ME í skoðun. Þar kom í ljós að litli ME gengur ekki alveg heill til skógar. Eftir stutta heimsókn á dekkjaverkstæði breyttist ástandið þó ögn til hins betra. Næst þarf að leggja hann inn til frekari meðhöndlunar. Veslings litli ME.

Þrátt fyrir bágt heilsufarsástand litla ME þeyttist ég svo á honum austur í sveit til þess að ganga um ættaróðalið og fylgjast með foreldrum mínum klappa trjánum sem þau hafa gróðursett þar undanfarin ár. Veðrið var eins og best verður á kosið og brátt var ég komin úr peysunni og farin að hlaupa um eins og lamb á vori. Það reyndust afdrifarík mistök.

Í gær var ég föl og interessant. Í dag lít ég út eins og þýskur sauerkraut túristi í fjölskylduferð á Mallorca. Eftir daginn státa ég af æðislegum hlýrabolssólbruna sem hvaða róni sem er gæti verið stoltur af. Svona er að kunna ekki á tanið.

Víóluskrímslið - ái

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æ, greyskinnið að þurfa að fara á spítala :(