Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, maí 03, 2007

Miðaldra hressileiki

Sjálfstæðisflokkurinn á greinilega fullt af peningum. Að minnsta kosti hefur hann keypt upp for- og baksíður í öllum héraðsblöðum hér um slóðir til þess að auglýsa sig. Á aðal-auglýsingamyndinni sést listi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í norð-vestur kjördæmi. Helmingur fólksins á myndinni er gráhærðir stútungskarlar í jakkafötum. Hinn helmingurinn er myndarlegar, vel til hafðar konur sem líta ekki út fyrir að vera meira en á fertugsaldri.
Einn skólaliðanna í Varmahlíðarskóla hafði á orði í morgun að myndin liti út eins og Viagra auglýsing.
Þá er nú fokið í flest skjól.
Bohemian Rhapsody
Í gærkvöldi var ég farþegi í bíl þar sem kveikt var á FM 95,7. Ég hlusta aldrei á FM 95,7. Í gær var ég minnt á ástæðuna fyrir því.
R&B rassadilli-raddflúrsútgáfa af Bohemian Rhapsody hljómaði þar á öldum ljósvakans, mér til mikillar hrellingar.
Suma hluti á bara að láta í friði.
Víóluskrímslið - verndum snilldina

1 ummæli:

G-Doc sagði...

að misþyrma Bohemian Rapsody ætti að varða við ævilöngu tónlistarbanni.
grr