Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, maí 23, 2007

Hall of fame

Eftir spennuþrungna bið er loks komið í ljós hverjir gegna munu ráðherraembættum á næsta kjörtímabili. Samfylking teflir fram þremur konum og jafnmörgum körlum sem rímar vel við stefnu flokksins í jafnréttismálum.
Í ráðherrahópi Sjálfstæðismanna er aðeins ein kona. Karlmennirnir fimm halda uppi heiðri firrtra-miðaldra-viskíkarla-með-bindi með sóma. Verst að þeir eru ekki í neinu sambandi við raunveruleika vinnandi fólks í landinu. Þeir eiga að minnsta kosti ekki á hættu að þeirra kvóti verði seldur úr byggðarlaginu.
Einnig vakti athygli að Samfylkingin tekur við flestum þeim ráðuneytum sem styrr hefur staðið um á undanförnum kjörtímabilum. Viðskipta og iðnaðarráðuneyti auk umhverfisráðuneytis hafa ekki talist friðsamir vinnustaðir hingað til. Nýtt velferðarráðuneyti leggst auk þess á herðar Samfylkingar. Það verður skemmtilegt verkefni að moppa upp skítinn eftir drulluslag fráfarandi ríkisstjórnar í þeim málum.
Ég bíð spennt eftir málefnasamningnum.

Víóluskrímslið - tilbúið með kústinn

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fólk sem heldur að ráðherrar geri eitthvað gagn er svolítið gúgú að mínum mati. Ráðuneytisstjórar og skrifstofustjórar ráðuneyta keyra allt apparatið. Fólk á frekar að pæla í þeim. Ég efast um að þar sé nokkur kona (yfirhöfuð) eða nokkur maður sem pæli í málefnasamningum eða stjórnmálastefnum. Ráðherrar brosa bara í myndavélar og bera náttúrulega sem minnsta "pólitíska" ábyrgð og þeir komast mögulega upp með.

Nafnlaus sagði...

æji, leyfðu nú rss á blogginu, ég missi alltaf af þér...

Nafnlaus sagði...

Jáhá, hvörnig gerir maður það?
Tölvutakmarkaða víóluskrímslið

Nafnlaus sagði...

hummm.

(opnar blogger...)

Ferð í Settings, þar í Site Feed. Stillir Allow Blog Feed á annað hvort Full eða Short. Gerir Save Settings.

ahhbú :)