Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, maí 15, 2007

Bananalýðveldi nr 1

Einu sinni sá ég veggjakrot í Hollandi sem var á þessa leið:

Ef kosningar breyttu einhverju væri eflaust búið að banna þær fyrir löngu.

Þegar ég komst að því á sunnudagsmorgun að ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar héldi eins manns meirihluta þrátt fyrir að vera með minnihluta atkvæða á bak við sig varð mér hugsað til þessarar staðhæfingar. Litla systir skrýðist eflaust BANANA REPUBLIC NO. 1 bolnum sínum Íslandi til heiðurs þessa dagana.

Ég gerði mér ferð suður um síðastliðna helgi til þess að kjósa. Auk þess fórum við dr. Tót á tangónámskeið þar sem við komumst að því að hvorugu okkar voru gefnar neitt sérstaklega þokkafullar hreyfingar í vöggugjöf. Í mínu tilfelli vissi ég reyndar allt um það. Risessan gladdi augu og eyru og kosninganóttinni var eytt heima hjá félaga Stefáni og frú, þar sem við fylgdumst skjálfandi með stjórninni og Guðmundi Steingrímssyni falla og detta inn á víxl.

Nú taka við dagar óvissu fyrir íslenska þjóð. Á maður að fara að safna fúleggjum til að vera við öllu búinn?

Víóluskrímslið - á nálum

1 ummæli:

Orri sagði...

Já þetta kosningakerfi er furðulegt. Ríkisstjórnin heldur velli með 48%, í Reykjavík norður er Sjálfstfl. með 36,4% og 4 þingmenn en Samfylkingin er með 29,2% en fær samt 5 þingmenn. Svo eru frjálslyndir með einn kosinn þingmann en fá þrjá uppbótarþingmenn sem enginn nema stærðfræðingar vita hvernig virkar.