Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, apríl 13, 2007

Ungfrú Reykjavík

Mér finnst fegurðarsamkeppnir frábært skemmtiefni enda afar fyndin og sérkennileg fyrirbæri. Útsending Skjás Eins á Ungfrú Reykjavík var þar engin undantekning. Það fyndnasta var þó ekki stúlkurnar sjálfar, með sín heltönuðu skinn og frosnu flúrljósabros, heldur áhorfendurnir. Frammíköllin, píkuskrækirnir og gólin voru slík að mér fannst ég vera að horfa á íþróttakappleik af grófustu sort.

Ég vona að þetta sé vísbending um hugarfarsbreytingu. Nú hlýtur næsta skref að vera það að stúlkurnar fái að klæðast fötum í keppninni.


Mjá

Nú um helgina lít ég eftir kattasafni Hönnu og co. þar sem þau eru öll fyrir sunnan. Áðan sat ég og horfði á fréttirnar með aldursforsetann, hann Rúfus, á hnjánum. Þegar sýnt var frá aðalfundi Sjálfstæðisflokksins stóð hann upp og fór. Svo kom hann aftur þegar Eurovision þátturinn byrjaði. Kettir eru óvitlausir.


Fjaran

Í dag átti ég frí. Það gerist ekki oft. Þessvegna fór ég út í fjöru að leika mér í morgun. Íklædd mínum ljóta jogginggalla með hettuna á hausnum og rauðan prjónatrefil um hálsinn hef ég eflaust ekki komið neitt sérlega virðulega fyrir. Mér er skítsama. Það var svo gott veður og Drangey ljómaði við sjónarrönd.


Víóluskrímslið - glad

Engin ummæli: