Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, apríl 21, 2007

Nú er sumar, gleðjist gumar

Gleðilegt sumar!

Það var ekki sumarlegt um að litast á Öxnadalsheiðinni í morgun. Ég var þar á ferð klukkan átta í morgun á leiðinni á æfingu á Akureyri fyrir uppsetningu Óperu Skagafjarðar á La Traviata. Það var snjór og krap en þó komst ég ei í hátíðarskap. Öllu skemmtilegri sjón en snjórinn var litla lambið sem ég rak augun í komin hálfa leið út í Varmahlíð. Þó mátti litlu muna að illa færi þar sem ég glápti svo stíft á lambið að ég var næstum farin útaf veginum.

Mig vantar stundum auka augu.

Í fyrramálið klukkan 11 stundvíslega heldur Strengjadeild Tónlistarskóla Skagafjarðar vortónleika þar sem fram koma heilar 4 hljómsveitir skipaðar nemendum mínum. Það verða án efa hressandi tónleikar.

Mig vantar stundum fleiri tíma í sólarhringinn.

Þegar ég var að skoða skóladagatalið í fyrradag rann upp fyrir mér að kennslu fer senn að ljúka. Og ég sem á eftir að kenna þeim svo margt.

Mig vantar stundum auka daga í árið.


Víóluskrímslið - sömar

1 ummæli:

Marghuga sagði...

Pant auka auga á alla til að fylgjast með lömbum!
Sömarkveðjur til þín
þín
Margrét