Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, nóvember 25, 2006

Hamburg

Það var gaman í Hamburg nú í vikunni. Við Anngegret trylltum lýðinn á tónleikum okkar í AUDIMAX 1 í Tækniháskólanum í Hamburg , fengum tvö uppklöpp, lofsamlega blaðagagnrýni og hvaðeina.

Á tónleikunum prufukeyrði ég nýja sólóverkið hennar Önnu Þorvaldsdóttur fyrir opinbera frumflutninginn sem verður eftir mánuð. Viðtökurnar voru stórgóðar og menn héldu ekki vatni yfir því hvað Anna væri gott tónskáld.

Auk þessa skruppum við í siglingu um höfnina, í dýragarðinn og gerðum okkur ýmislegt annað til gamans. Svo varð ég lasin eins og alltaf gerist þegar ég fæ frí.

Æ mín auma önd.


Pútín

Ég ræddi rússnesk innanríkisstjórnmál við þarlendan bekkjarbróður minn á dögunum. Meðal annars fýsti mig að vita hvernig Pútín þætti öll sú gagnrýni sem fram hefur komið á hann og hans stjórnarhætti undanfarnar vikur, mánuði og ár.

Bekkjarbróðir minn yppti öxlum. "Blessuð vertu," sagði hann. "Pútín er skítsama um alla vestræna gagnrýni. Hann veit sem er að Rússland er algerlega sjálfbært. Evrópa og Bandaríkin mega tuða eins og þeim sýnist um mannréttindi, málfrelsi og lýðræði. Pútín hlustar með öðru eyranu, glottir - og skrúfar svo bara fyrir gasið."


H-land

Ég hata H-land.


Víóluskrímslið - 28 dagar í frelsið

Engin ummæli: