Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

Veruleikaflótti

Ég er ein þeirra sem myndi ekki sýta það þó þingflokkum Sjálfstæðis og Framsóknarflokks væri sökkt út af Reykjanesi í gjaldþrota Eimskipsgámi. Myndi jafnvel velja nokkra góða utan þings til þess að bæta í gáminn.

Þó ég sé kennari og hugsi í lausnum þykir mér oft erfitt að sjá til sólar þessa dagana, þökk sé ofangreindum gámakandídötum. Þá er gott að flýja veruleikann um stund, lesa góða bók (eða vonda) skoða gamlar myndir (fann eina af dr. Tót síðan 2002, mikið hlegið á heimilinu) stinga nefinu í kattarbelg (nóg af svoleiðis heima hjá mér) eða læra ný grip á úkúleleið mitt (að glamra á úkúlele er góð skemmtun).

Svo má líka borða mikinn lakkrís. Eða ryksuga ganginn. Eða ekki.

Víóluskrímslið - heldur dauðahaldi í geðheilsuna

4 ummæli:

Unknown sagði...

Alltaf gott að fá sér lakkrís:)

Nafnlaus sagði...

Veiruleikaflótti er nauðsynlegur á þessum tímum. Kaffi og góð bók, snúningur á dansgólfinu og góður matur eru efst á listanum

Nafnlaus sagði...

Frábært, áttu úkúlele. Væri til í að eiga eitt slíkt! Tek undir með þér varðandi sólarleysið á sálartetrið. Gæti vel hugsað mér að hjálpa þér með að fylla gáminn.
Kv. Stefán

Unknown sagði...

Þú tókst þig vel út í mogganum í dag (5.3.'9) :)