Nýtt Ísland, nýtt hár
Í fyrri viku gerði ég mér ferð á hárgreiðslustofu hér í borg og lét klippa af mér allt hárið. Sú aðgerð tóks afbragðsvel. Fyrir utan það hversu þægilegt það er að skarta drengjakolli er ekki síður gaman að líta sitt gamla sjálf í spegli á ný.
Fyrir utan klippinguna miklu hefur fátt markvert gerst þessa vikuna enda lagðist ég í pest sem dr. Tót færði mér af LSH. Af hennar völdum dró mjög saman í þjónustu við gæludýrin á heimilinu - sem hissa og ringluð minntu skyndilega meira á Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu en ég kæri mig um að nefna.
Upp er boðið Ísaland og á morgun ætla ég í vinnuna eins og Davíð Oddsson hyggur vafalaust á að gera. Munurinn á okkur er hins vegar sá að mín bíða ekki mótmælendur í lögreglufylgd þegar ég geysist inn um dyrnar.
Víóluskrímslið - byggir upp æsku landsins
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli