Bless jólaskraut
Í dag tók ég jólin niður. Á meðan dr. Tót svaf á sitt græna eftir næturvakt í fyrrinótt fjarlægði ég jólaskraut úr hillum, tíndi kerti úr stjökum og kippti seríum úr gluggum. Allt með dyggri aðstoð kattanna sem flæktust fyrir, hótuðu að ryðja ómetanlegum postulínsenglum niður af borðinu og reyndu að borða bæði krullubönd og vax með misjöfnum árangri.
Þegar dr. Tót skreið á fætur um fjögurleytið, glær og gegnsær eins og maður verður alltaf eftir næturvaktir, voru jólin farin. Nema í stofuglugganum. Við látum hvítu ljósin loga. Það þarf að vera glæta einhvers staðar.
Víóluskrímslið - ljósið kemur langt og mjótt
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli