Ó þetta er indælt stríð
Á sínum tíma fór íslenska efnahagsundrið algerlega framhjá mér enda bjó ég þá í H-landi og dró fram lífið á baunum í boði Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það gekk sæmilega enda gætti ég þess að skipta oft um baunasortir.
Eins og góðærið fór fram hjá mér stefnir allt í að efnahagslægðin geri það líka. Ég á nefnilega ekki neitt til þess að hafa áhyggjur af. Stundum hefur það sína kosti að hafa engu að tapa.
Á meðan við höldum vinnunni og þaki yfir höfuðið hef ég ekki áhyggjur af neinu. Það er ekki heimsendir þó baunauppskriftirnar verði dregnar fram á ný.
Svo legg ég til að frjálshyggjupattarnir verði skikkaðir í samfélagsþjónustu. Mig hefur alltaf langað að sjá Hannes Hólmstein skúra í annarra manna húsum.
Víóluskrímslið - stóísk ró
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Myndir þú treysta HHG til að skúra heima hjá þér? Ekki ég!
Jah...ég sá einu sinni mynd af honum með svuntu í blaðaviðtali og fannst hann bara svona helv.. reffilegur. Svo myndi ég náatúrulega standa yfir manninum á meðan.
Skrifa ummæli