Allt að gerast
Undanfarna tvo mánuði hefur HandyGirl farið sem málningarklesstur stormsveipur um NÝJU ÍBÚÐINA. Skrapað, pússað, þvegið, lakkað, málað, skafið, sparslað, grunnað, skrúfað og smíðað.
Þó Handygirl finnist fátt skemmtilegra en að eyðileggja á sér hendurnar á því að dytta að og gera við komu þó tímar þar sem henni fannst vera komið meira en nóg.
Nú er NÝJA ÍBÚÐIN á góðri leið með að verða ein fallegasta íbúð í Reykjavík, þökk sé Handygirl og aðstoðarmönnum hennar, þeim dr. Tót og viðkvæma fræðimanninum. Samt rifum við ekkert út. Gamla eldhúsinnréttingin er enn á sínum stað (nýlökkuð þó) og 80´s legar baðflísarnar fara ekki fet. Þökk sé fríðum hópi vina komust allar bækurnar inn á gólf í gærkvöldi og nú dundum við okkur fram að jólum við að raða þeim í hillur.
Þetta kemur allt með kalda vatninu.
Víóluskrímslið - með harðsperrur í hægri
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til lukku með NÝJU ÍBÚðINA Annan mín og dr.Tóti !!! Ég hlakka til að koma í heimsókn í FLOTTUSTU og FÍNUSTU íbúðina í bænum ;)
Stuð kveðja frá Gent!
Skrifa ummæli