Illgirni og almenn mannvonska

fimmtudagur, júlí 17, 2008

Ofurgræjan pússimúsin

Flestar ofurhetjur eiga sér uppáhalds ofurgræju. Leðurblökumaðurinn á blökubílinn. Köngulóarmaðurinn ofurvefinn. Ofurmennið rauðu nærbuxurnar.

HandyGirl á sér líka uppáhaldsgræju. Það er PÚSSIMÚSIN.

Pússimúsin er handhægur juðari í laginu eins og lítið straujárn. Íklædd þykkum vinnuvettlingum með peltor á hausnum beitir HandyGirl pússimúsinni af list á dyrastafi og hurðir. Illa lakkaðir dyrakarmar eru eitur í beinum HandyGirl. Rekist hún á tvær innihurðir lakkaðar með mismunandi lakki á hún til að blóta hátt á kjarnyrtri íslensku. Þá kemur pússimúsin í góðar þarfir.

Þökk sé pússimúsinni sér loks fyrir endann á hvíta rykmekkinum sem hulið hefur NÝJU ÍBÚÐINA að undanförnu. Þá tekur við grár rykmökkur enda hefur viðkvæmi fræðimaðurinn tekið það að sér að sandsparsla veggina af miklum stórhug. Fræðimenn eru til margra hluta nytsamlegir. 

Víóluskrímslið - lítið eftir af höndunum

Engin ummæli: