Guck mal es schneit
Einu sinni gat ég talað þýsku. Svo flutti ég til Hollands.
Á næstu vikum munu hlutföll Íslendinga og Þjóðverja hér á heimilinu nálgast það sem gerist í fjallaskálum á Laugaveginum í júlí. Annegret vinkona mín, fiðlusmiður og víólusvín lendir á laugardaginn (jafnvel á Egilstöðum ef eitthvað er að marka veðurspána) og þar sem Róbert Margrétarmaður er hér staddur á sama tíma er hætt við að háþýskan muni klingja í eyrum næstu daga og vikur.
Sehr schön.
Í dag er hins vegar þriðjudagur-undirbúningsdagur og stefni ég á að njóta hans til fulls, íklædd náttfötum og ullarsokkum með Sibelius tónlistarforritið fyrir framan mig og fulla tekönnu mér á hægri hönd. Verkefni dagsins er að setja niður á blað alla þá tónstiga sem tveir nemenda minna eiga að spila á grunnprófi í fiðluleik í vor. Það gæti verið verra.
Víóluskrímslið - do re mí fa so la tí do
Illgirni og almenn mannvonska
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli