Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Leiðarljós

Meirihlutaskiptin í borginni hafa helst minnt mig á illa skrifaða ameríska sápu, slíkur er aulahrollurinn sem þau skilja eftir sig. Borgarstjórn Reykjavíkur er ein allsherjar skrípamynd af fulltrúalýðræði. Það segir sig sjálft að á meðan enginn veit hver stjórnar borginni næsta sólarhringinn er ekki hægt að koma neinu í verk. Kannski er um þverpólitískt samsæri að ræða - skiptum bara nógu oft um stjórn, þá tekur enginn eftir því að við höfum ekki gert neitt af viti allt kjörtímabilið.

Auk þessa skildist mér að í gær hafi verið VERSTI DAGUR ÁRSINS í viðskiptalífinu.

Mér er alveg sama. Enda átti ég afmæli í gær og dagurinn var alveg hreint ágætur, takk fyrir.


Víóluskrímslið - 28 gera þversummuna 10

Engin ummæli: