Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 28, 2007

Hið æðsta takmark

Í dag skein sól í Skagafirði og létt yfir mönnum eftir því. Síðasti nemandi min í dag, fimm ára skotta, var engin undantekning frá þeirri reglu.

Hún hló mest allan tímann enda fádæma glaðlynt barn. Milli hláturskasta spilaði hún eitt og eitt lag. Eitt þeirra laga var ofurhittarinn "halti grái hérinn" sem við spiluðum nokkrum sinnum yfir - eða öllu heldur, hún spilaði, ég söng.

Við fórum í gegnum hérann tvisvar sinnum. Þegar við byrjuðum á héranum í þriðja sinn hætti skotta skyndilega að spila. "Ég kann alveg hérann," sagði hún. "Viltu hætta að kenna mér!" Svo spilaði hún hérann, alveg sjálf.

Þá varð ég montin.

Víóluskrímslið - takmarki náð

Engin ummæli: