Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, mars 25, 2009

Helvítis kötturinn étur allt og hann bróður minn líka

Kettirnir okkar eru ekki vandfýsnir á mat. Í raun mætti segja að þeir ætu allt sem að kjafti kemur - eða gerðu að minnsta kosti heiðarlega tilraun til þess. Upp á síðkastið hefur borið á töluverðri ævintýramennsku í vali þeirra á hlutum sem leggja má sér til munns - við mismikla hrifningu heimilismanna.

Á síðustu tveimur vikum hefur horfið ofan í þá

allt það sem fellur á gólfið við eldamennsku
muffinsbréf
horn af Fréttablaðinu
kveikur úr olíulampa
pallíettuskraut af ullarslá
vænn biti af sömu ullarslá
og
bróðurparturinn af pappakassanum utan um kattasandinn.

Eftir pallíettuslysið biðum við í ofvæni eftir því að þær skiluðu sér útum annan endann á sökudólgnum. Enn hafa þær þó ekki látið á sér kræla, að minnsta kosti ekki með óyggjandi hætti. Ekki virðist allt óætið fara illa í þá bræður nema síður sé. Enn eru þeir kelnir um daga og kátir um nætur. Þó verður að viðurkennast að hér á heimilinu er nú oftar gengið frá en áður tíðkaðist. Það hlýtur að teljast jákvætt.


Víóluskrímslið - pissukeppni á Alþingi? Nei, þá segir maður frekar frá köttunum sínum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jújú kannast við þetta, eldri kisan mín borðar alla skrautborða, sleikir plastpoka og er óð í eyrnapinna - og sú yngri er dugleg í pappakassa átinu og bókunum, og hefur sýnt heyrnartólasnúrunum mikinn (óvelkominn) áhuga nýlega. mér tekst að dreifa athyggli þeirra frá öllu þessu með fallega grænu og vel ilmandi kattagrasi ;)

knús frá Gent!

Nafnlaus sagði...

ekki má gleyma rándýru philips superbass heyrnatólunum mínum.. búin ad endurnýja thau og í katta kynni munu thau aldrei komast ;)
M