Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 31, 2009

Hugartengsl

Á leið minni í vinnuna í gærmorgun hlustaði ég á tónlistina úr Stjörnustríðsmyndunum í góðum nördafíling. Þegar kom að Svarthöfðamarsinum margfræga fór ég allt í einu að hugsa um Davíð Oddsson.

Það hljóta að teljast bein hugsanatengsl.

Víóluskrímslið - óskar sjálfstæðismönnum til hamingju með stjórnvisku leiðtoga síns

Engin ummæli: