Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, apríl 19, 2008

Loksins loksins

Loks er komið að því. Stolt og glöð segi ég frá því að við dr. Tót höfum fest okkur íbúð og þar með hillir undir þá stund að ég hitti allar bækurnar mínar aftur.

Íbúðin er á Bergþórugötu og í göngufjarlægð frá menningarstofnunum eins og sundhöll Reykjavíkur, Landspítalanum og Vitabar.

AriKa sagði við þessar fréttir að loks yrði ég tilneydd til þess að horfast í augu við status minn sem borgaraleg læknisfrú í 101. Ég sagist munu gera það þegar dr. Tót skráði sig í símaskrána sem "víóluleikaraherra".

Mikið verður gaman að eiga loksins samastað í tilverunni.

Víóluskrímslið - im Juli

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jei, velkomin í hverfið :D

Bleiki drekinn sagði...

Til hamingju með íbúðina:) Mæli með Krambúðinni og Drekanum þegar nammi-og DVDþörf grípa mann:)

Kveðja,
Vala

Nafnlaus sagði...

Drekaborgarar eru sko ekkert slor heldur, Vitabars meira spari...

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju!!! Kv.Sirrý

Nafnlaus sagði...

Til hamingju frænka :)
Sagði ég ekki að þetta myndi allt saman smella saman í kringum 20. apríl :) hehe
Gangi ykkur vel
Kveðja Lilja Dís