Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, nóvember 07, 2005

HandyGirl strikes again

Þegar ég kom heim af æfingu í dag var peran á klósettinu sprungin. Ég brá mér þá snöggvast í gervi HandyGirl, skipti um peru og lagaði ljósastæðið í leiðinni. Þegar restin af sambýlisfólki mínu kom heim ómuðu undrunar- og viðurkenningaróp um húsið yfir þessu mikla afreki.

"Hvað eigum við að gera þegar þú ert farin" stundi einn húsbræðra minna. "Þú ert eina manneskjan í þessu húsi sem getur lagað hluti og þorir að drepa pöddur."

Ég gat ekki svarað því.


Spænskutími

Luis húsbróðir minn svaraði blaðaauglýsingu um daginn frá ungri konu sem vildi gjarnan læra eitthvað í spönsku. Fyrsti tíminn var í kvöld.

Þegar ég kom heim úr bíó sat Luis við eldhúsborðið og brosti breitt. Hann hafði greinilega verið að kenna eitthvað annað en spönsku. "Þú ert nú meiri mellan, elsku kallinn minn," sagði ég.

"Þar hefurðu aldeilis rétt fyrir þér" svaraði hann og brosti enn breiðar.



The survival of the fittest

Nú er bara ein könguló í glugganum mínum.



Víóluskrímslið - sparðatíningur

Engin ummæli: