Illgirni og almenn mannvonska

sunnudagur, desember 19, 2004

Berlin

Berlín er skemmtileg borg. Þar býr systir mín. Þangað til hún fer alfarin heim á þriðjudag.

Ég fékk útrás fyrir ofverndunartilhneigingar mínar í hennar garð með því að koma í heimsókn yfir helgina, elda með henni afmælismat, detta í það og hanga í búðum að kaupa föt á alla aðra en sjálfar okkur. Svo fer ég heim með amk. helminginn af yfirviktinni hennar enda höfum við heyrt ýmsar hryllingssögur af viðskiptum fátækra stúdenta við flugfélögin hér á svæðinu.

Það er gaman að vera á flakkinu með litlu systur. Okkur hefur farið fram í mannlegum samskiptum síðan við vorum litlar og lentum reglulega í blóðugum slagsmálum eða þar til Margrét var orðin sterkari en ég og ég farin að forðast líkamleg átök. Það hefði verið skemmtilegt að vita af henni á meginlandinu aðeins lengur. Auk þess er alltaf gaman að koma til Berlínar.

Í dag þurfum við að ganga frá lausum endum, pakka og gera fleira skemmtilegt. Við þurfum að eyða aðeins meiri peningum sem við eigum ekki og mæla okkur mót við hina og þessa vini og kunningja Margrétar. Svo komum við saman heim. Á þriðjudaginn.


Víóluskrímslið - stolt stóra systir

mánudagur, desember 13, 2004

Danska

Danska er hvorki fallegasta né notadrjúgsta mál í heimi. Samt eru íslensk börn skyldug til ad laera hana í skólum. Ástaedur thess, adrar en draugar fortídar, eru thaer ad Íslendingum er naudsynlegt ad kunna ad minnsta kosti eitt Nordurlandamál vegna thess hve margir Íslendingar halda til náms á Nordurlöndum - og vegna allrar norraennar samvinnu.

Í raun falla thessi rök um sjálf sig thegar látid er á thau reyna. Danska er adeins notadrjúg sé madur vid nám í Danmörku. Í norraenu samstarfi gagnast hún takmarkad. Ástaedan er sú ad enginn skilur dönsku - nema Danir.

Ég hef tekid thátt í allnokkrum norraenum samstarfsverkefnum. Thar gekk ekki ad tala á hreinni dönsku. Nordmennirnir misskildu allt sem madur sagdi. Svíarnir thóttust skilja allt thví their eru svo kurteisir. Finnarnir skildu ekki neitt og svörudu á ensku. Thad var ekki fyrr en ég henti danska hreimnum og tók upp thann íslenska sem hjólin fóru ad snúast. Ekki adeins gat ég komid mínu til skila, heldur fékk ég reglulega hrós fyrir thad hversu góda norsku ég taladi..

Danska er úrkynjad mál, samansafn úr norraenu, ensku og plattthýsku. Hreimurinn er hrikalegur og nánast óframkvaemanlegt fyrir Íslendinga ad ná honum svo vel sé. Hinar Nordurlandathjódirnar skilja hana illa. Mér finnst lítid til hennar koma - en thó er ég sammála thví ad Íslendingum sé naudsynlegt ad laera eitt Nordurlandamál.

Lausnin er augljós. FINNLANDS-SAENSKA er skýr, skorinord og glaesileg med afbrigdum. Thungur, skýr hreimurinn er laus vid ónáttúruleg kok/hvísl/blísturshljód og hljódfallid hentar Íslendingum afar vel. Hún er pan-skandinavísk, skilst án vandraeda á öllum Nordurlöndunum og býr yfir gódum ordaforda. Auk thess skemmir ekki fyrir ad átrúnadargod mitt, Tove Jansson, módir múmínálfanna, skrifadi verk sín á Finnlands-saensku.

Skil ekki ad menn hafi ekki áttad sig á thessu.

Víóluskrímslid - hej hej

föstudagur, desember 10, 2004

Kalt

Hér í H-landi er kalt thessa dagana. Thad er gott thví á medan rignir ekki. Nú kemur dagur af og til og madur rekur stundum augun í sólarglaetu sem lífgar upp á daginn.

Á morgun aetla ég ad gera mér ferd til Amsterdam í kuldanum og kaupa nokkrar jólagjafir. Ekki seinna vaenna enda naesta vika fullskipud. Thar ber haest taeknipróf á thridjudag og Berlínarhopp á föstudag. Svo kem ég heim.

VVVVVEEEEEEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!


Víóluskrímslid - raedur ekki vid sig

mánudagur, desember 06, 2004

Sánkti Kláus

Sídastlidinn föstudag var mér bodid í mikid bjód til fyrrum sambýlismanna minna og kattanna theirra. Auk thess var eitt stykki tiltölulega ný kaerasta á svaedinu. Mikid var thar um dýrdir thar sem vid Twan, félagi minn og handhafi nýju kaerustunnar, stódum á haus í eldhúsinu vid eldamennsku frá fimm til átta ad elda kanínumat. Graenmetisfaedid rann ljúflega ofan í gesti vid kertaljós og fallega músík thar sem leikin voru lög á bord vid Hardrock Sinterklaas med hljómsveitinni WC Experience.

Ad máltídinni lokinni var sest í sófana og teknir upp pakkar. Hver og einn hafdi föndrad einn pakka handa einhverjum í hópnum. Leó var yfir sig ánaegdur med ljótu bókina sem ég hafdi trodid ofan í dós med kattamat. Sjálf fékk ég stóran pappakassa fullan af pappírsrifrildum. Milli rifrildanna var ad finna 12 litla appelsínugula mida med vísbendingum. Thad tók mig 40 mínútur ad finna gjöfina mína enda var hún vel falin inni í fódrinu á sófanum. Sem betur fer var gjöfin gód, eda safn verka eftir Frans Kafka.

Helgin var vel notud til kökubaksturs og konfektgerdar og heimtadi ég ad hlusta á jólaplötur allan tímann. Ég á 5 jólaplötur og fengu thaer ad rúlla til skiptis thar til Annegret gerdi uppreisn og setti Einstürzende Neubauten á fóninn. Söngvari theirrar sveitar hefur unnid mikid med Nick Cave og kann thad helst fyrir sér ad geta öskrad eins og Nazgúl. Thad var thví rífandi jólastemmning hjá okkur í eldhúsinu yfir smákökum og dýrslegum öskrum. Í gaerkvöldi átum vid svo bródurpartinn af afrakstrinum og Sinterklaas gerdi bjölluat í okkur. Í thad minnsta var bjöllunni hringt og thegar út var komid var poki med litlum pökkum á hurdarhúninum. ÉG fékk súkkuladi. Smekkmadur Sinterklaas.

Thad eina sem skyggdi á gledina var sú stadreynd ad Lára hringdi frá Danmörku um kvöldid og tilkynnti ad hún vaeri á leid heim med gamla kaerastann med sér og bad mig ad taka nidur af veggjunum hjá sér myndir sem gaetu saert hans múslimsku blygdunarkennd. Kaerastinn sá er gallad eintak og bastardur af verstu sort. Hrikalegt.


Víóluskrímslid - milli tveggja elda

fimmtudagur, desember 02, 2004

Gilbert og Sullivan

Thegar ég kom nidur í eldhús í morgun sat meirihluti la familia vid eldhúsbordid og slafradi í sig múslíi. Í útvarpinu var verid ad spila herfilegan Gilbert og Sullivan söngleik.

Hvers vegna erud thid ad hlusta á thennan vidbjód! Slökkvid á thessu! Aepti ég nývöknud og myglud í örvaentingu minni.

Hvada hvada, sagdi pabbi Luis og leit upp úr múslíinu. Vertu ekki ad vorkenna okkur. Hugsadu bara um fólkid sem tharf ad spila í thessu. Svo var skipt um stöd.

Í skólanum mínum er heil söngleikjadeild. Thar góla tugir ungmenna med strekktar raddir vinsaelustu hittarana dag eftir dag. Núna í augnablikinu er stífmálud ungmey ad hita upp á ganginum med tilheyrandi flúri og skreytingum. Almáttugur. Hvar aetli Gilbert og Sullivan séu staddir núna.


Víóluskrímslid - ad springa á limminu