Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, maí 31, 2005

Bless ljóta H-land

...halló Ísland!

Ég kem heim á morgun. Thetta verdur í fyrsta sinn í thrjú ár sem ég verd heima á sumarsólstödum og Jónsmessunótt. Ég hlakka til.

Thad hefur sína kosti ad vera kaldlyndur Nordurlandabúi, eda fucking North European eins og vinir mínir frá sudraenum slódum kalla mig stundum thegar theim ofbýdur tilfinningaleysid. Einn theirra er sá, ad heimthráin ber mann sjaldan ofurlidi. Hún er alltaf til stadar en sem kaldlyndur og hjartalaus Íslendingur veltir madur sér ekki upp úr henni dags daglega. Adeins vid yfirgengilega tilfinninganaemar adstaedur brýst hún fram og veldur smá töf á adgerdaröd dagsins. Eins og í dag.

Ég var ad taka til í herberginu mínu í morgun og hlustadi vid thad á reggídiskinn Hljódlega af stad med edalhljómsveitinni Hjálmum. Lag númer thrjú á diskinum nefnist VARÚD og fjallar textinn um slaema vetrarfaerd á Íslandi. Ég hlustadi á lagid med mikilli velthóknun og vaggadi mér í takt vid áherslur á ödru og fjórda slagi. Vidlagid setti mig hins vegar algerlega úr jafnvaegi.

Um midbik lagsins taka Hjálmar sig saman og syngja "thetta er ekkert mál, vid reddum thessu saman!" Vid ad heyra thessa setningu fór um mig hlýr straumur og ég byrjadi ad vatna músum. Íslenskari setningu hafdi ég ekki heyrt í langan tíma.

Mikid er ég glöd ad vera ad koma heim á morgun. Sjá fjöll og svalan sjó og geta dregid andann án thess ad hafa áhyggjur. Bless H-land. Sjáumst öll!

Nefndin.

föstudagur, maí 27, 2005

Heitt

Thad er heitara en í helvíti í H-landi thessa dagana. Víólan mín lídur einna mest fyrir thad enda er hennar lífraena lakkthekja ekki gerd fyrir svona átök. Ef thetta heldur svona áfram rennur lakkid á henni til og myndar mynstur eins og á sandöldunum í Sahara.

Aedislegt.

Hér er heitt undir fleirum en thad kemur vedrinu ekkert vid. Í konservatoríinu mínu hefur skapast strídsástand vegna nýtilkominna sparnadaradgerda markadsfraedinga í dýrum jakkafötum sem halda ad hálftíma einkatími á viku og kortérs impróvisationdútl thví samfara sé naegilegt veganesti út í lífid fyrir prófessional tónlistarmenn. Thaer fréttir spurdust út ekki alls fyrir löngu ad klassíska deildin thyrfti auk thessa ad losa sig vid 10 full stödugildi. 14 prófessorar út, takk fyrir. Nú, fjórum vikum fyrir skólalok hefur yfirstjórninni ekki thóknast ad gera opinbert hverjir verda látnir fara. Kennarar og nemendur svífa thví um í martradarkenndu limbói.

Nema kennarinn minn. Frú Gisella Bergman er hörkukvendi sem kallar ekki allt ömmu sína. Vaentanlegar sparnadaradgerdir hleyptu í hana illu blódi svo ad í stad thess ad sitja og bída tók hún af skarid og sagdi upp. Á naesta ári verdur thví enginn víólubekkur í konservatoríinu. Skemmti their sér vel ad fylla upp í hljómsveitarverkefnin.

Thetta hefur vídtaek áhrif, ekki síst fyrir okkur nemendurna. Skyndilega er öllum áaetlunum kollvarpad. Ég vil halda áfram hjá kennaranum mínum og tharf thví ad skipta um skóla. Líklega fer ég nordur til Groningen thar sem ég tharf ad laera ad tala med nýjum hreim. Thar tharf ég ad taka annad inntökupróf í haust. Thar sem ég verd ekki komin med sannanlega skólavist fyrr en í september verd ég ad skrída fyrir LÍN til thess ad fá námslán á haustönn. Finnlandsferdin sem ég hafdi áaetlad dettur líklegast uppfyrir nema Groningenmenn verdi svo vinalegir ad adstoda mig í theim efnum. Eitt er víst, og thad er ad ég tharf ad vera ofbodslega kurteis og almennileg í símann og skrifa fullt af fallegum emilum naestu vikur og mánudi.

Spennandi.

Thegar öllu er á botninn hvolft er ég samt fegin ad sleppa hédan ef fram heldur sem horfir. Ég höndla ekki ad vera í skóla thar sem klassíska deildin gegnir hlutverki Öskubusku. Thví ad á medan kennarar og nemendur á "óvinsaelum" hljódfaerum eins og kontrabassa, víólu, fagotti, óbó, orgeli, sembal, hörpu ofl berjast fyrir tilverurétti sínum eru haldnar hér internatíónal danshátídir og settir upp söngleikir vid skólann sem kosta thúsundir evra. Já nei takk.


Víóluskrímslid - allt er í heiminum hverfult

mánudagur, maí 23, 2005

Nemandi minn

Ég á mér persónulegt tilraunadýr í kennslufraedi. Thad er eldraudhaerdur fjórtán ára ofviti sem spilar á víólu og semur transtónlist í frístundum. Thad gerist ekki betra.

Í vetur hef ég gert á honum ófáar samviskulausar kennslufraedilegar tilraunir og sem betur fer er hann ekki daudur enn. Ég er thó haett thví í bili enda vil ég ekki ad hann endi uppi med uppeldisfraedingasyndrómid eftir ad hafa verid í tímum hjá mér. Börn uppeldisfraedinga eru nefnilega oft sérleg tilraunadýr foreldra sinna og enda yfirleitt sem andleg flök eftir allt havaríid. Ég geri ekki svoleidis.

Í vetur hef ég reynt ad víkka sjóndeildarhring piltsins med misjöfnum árangri thó. Mér hefur tekist ad fá hann til ad gera upphitunaraefingaer ádur en hann fer ad spila og hann verdur ekki lengur skelkadur thegar ég aedi um stofuna í hita leiksins og aepi eftir meira crescendoi. Nú hlaer hann bara thegar ég hóta honum lífláti dirfist hann ad trassa tónfraedina einu sinni enn eda thegar ég gled hann med enn einni Kreutzer etýdunni.

Á fimmtudaginn hélt ég thó um stundarsakir ad ég hefdi gengid of langt. Nemandi minn var nefnilega ad spila Ninu eftir Pergolesi ad thví er virtist algerlega áhugalaust. Mér fannst thad ekki haegt. Ég spurdi hann um hvad hann héldi ad lagid vaeri. Hann var ekki búinn ad spá í thví. Ég laug thví thá ad drengnum ad lagid vaeri um rosalegustu ástarsorg í sögu mannkyns, audvitad án thess ad vita nokkud um thad sjálf. Ég sagdist ekki vita neitt um hans persónulega ástalíf - en gaeti hann sett sig í spor manns sem á barmi örvaentingar semur svona lag?

Á einu augnabliki vard svipur nemanda míns sorgarthrunginn. Svo spiladi hann Ninu med grídarlegum tilthrifum. Thad sem eftir var tímans hafdi hann sig lítid í frammi. Thegar vid fórum nidur eftir tímann var hann óvenju thögull og ádur en mér hafdi tekist ad troda á hann annarri Blumenstengel etýdu var hann stunginn af. Úbbosí, hugsadi ég.

Vid sjáum til á fimmtudaginn hvort hann hefur bedid varanlegan skada af thessari opinberun.


Víóluskrímslid- adgát skal höfd í naerveru sálar

þriðjudagur, maí 17, 2005

Almennur klaufaskapur


Ég spiladi prófprógrammid mitt í gegn í gaer fyrir viljug tilraunadýr. Thad gekk vel.

Svo fékk ég gott ad borda hjá Gydu Stephenssen og manninum hennar.

Thegar ég aetladi ad koma í veg fyrir ad yngri sonur gestgjafanna klemmdi sig milli stafs og hurdar for thad ekki betur en svo ad hurdin rann med öllu sínu afli á haegri litlafingurinn á mér.

Thad var vont.

Nú er ég med tvöfaldan litlafingur sem kemur sér ekkert stórkostlega vel í midjum hljódfaeraprófum - og tónleikar á sunnudaginn.

En maturinn var rosa gódur.


Víóluskrímslid - horfdu á björtu hlidarnar, heimurinn hann gaeti verid verri..

laugardagur, maí 14, 2005

Veiditíminn er hafinn

Í gaernótt sat ég uppi í rúmi í ritgerdavinnu med kjöltutölvuna mér til halds og trausts thegar ég heyrdi kunnuglegt sud upp vid haegra eyra.

Thaer eru komnar aftur!

Blódthyrstar, grimmlyndar og svífast einskis.

Ég lagdi frá mér kjölturakkann , stód upp og svipadist um. Viti menn, um loftljósid sveimudu tvö stykki af vágestinum ógurlega, bídandi átekta yfir thví ad ég myndi slökkva ljósid og leggjast varnarlaus til svefns svo thau gaetu lagt til atlögu. Ég hélt nú ekki.

Yfirkomin af hefndarthorsta, sjálfsbjargarvidleitni og almennri einbeitingu mundadi ég bókina "De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles" og hélt til atlögu vid skrímslin. Annad theirra reyndist audveld brád. Thad endadi aevi sína klessti milli tveggja sídna í kaflanum um hópkennslu. Hitt var klókara. Thad tók mig fimmtán mínútur og nokkrum sekúndum betur ad finna út hvar thad hafdi falid sig. Thó felustadurinn hafi verid snidugur, eda bak vid skrímslapálmann, fann ég thad á endanum og hrakti dýrid á flótta. Thad endadi líf sitt klesst milli loftsins og kápunnar á De didactiek van de instrumentale en vocale muziekles.

Ég fór sátt ad sofa. Fjandans moskítóflugurnar. Ég tharf ad fara ad fá mér net.


Víóluskrímslid - í skotgröfunum

föstudagur, maí 13, 2005

Vonda Annan

Í gaer eydilagdi ég daginn fyrir midaldra herramanni í v - hálsmálspeysu. Reyndar bjargadi ég deginum fyrir ödrum herramanni á óraedum aldri um leid en thad er annad mál.

Ég stód vid kassann í súpermarkadinum og okurbúllunni Super de Boer og beid eftir ad rödin kaemi ad mér thegar ég tók eftir thví ad fyrir aftan mig voru tveir herramenn ad rífast um hver vaeri naestur í rödinni. Sá yngri, midaldra madur í röndóttri peysu úr ullarlíki og med thessa fínu hormottu hafdi verid ad fletta blödum í dagbladarekkanum vid kassann. Hinn madurinn, eldri herramadur í frakka og med hatt, hélt thar af leidandi ad madurinn med mottuna staedi ekki í rödinni og stillti sér upp fyrir framan hann.

Thad fannst manninum med mottuna ekki snidugt og skammadi gamla manninn med hattinn fyrir dónaskap og framhleypni. Sá gamli bar fyrir sig sakleysi og baetti thví vid ad hann vaeri nú adeins med einn kexpakka og spurdi hvort thad vaeri ekki lagi ad hann borgadi hann á undan hinum sem var med fulla körfu af vörum. Madurinn med mottuna fékk tilfelli vid thessa frekju í gamla manninum og hélt nú ekki.

Mér thótti thetta ekki saemileg framkoma vid eldri mann med hatt sem aetlar bara ad kaupa einn kexpakka svo ég hóadi í hann og baud honum ad taka sér stödu fyrir framan mig í rödinni. Hann gerdi thad, kátur í bragdi, borgadi og labbadi út med sinn hatt og sitt kex. Ég tók mér stödu vid kortalesarann og lést ekki sjá manninn med mottuna sem vard sífellt blárri í framan.

Thegar ég var búin ad rada í pokann minn og var á leidinni út stódst hann ekki mátid og aepti á mig yfir alla búdina ; Thad vaeri kannski rád ad spyrja leyfis ádur en thú ákvedur ad vera svona almennileg vid fólk sem getur ekki bedid í röd! Ég brosti voda saett til hans og sagdi honum ad mér thaetti ekkert óedlilegt vid ad hleypa eldri mönnum med einn kexpakka framfyrir mig í röd. Hann maetti mín vegna hafa adrar skodanir á thví. Svo brosti ég aftur voda saett og óskadi honum fijne dag verder.

Mannfjandinn lét sér ekki segjast vid thad heldur hélt áfram ad aepa og bölsótast. Vesalings kassadaman einbeitti sér ad thví ad horfa ofan í faeribandid og sagdi ekki ord. Thú aettir ad skammast thín vinan fyrir ad eyda svona tímanum fyrir ödru fólki aepti madurinn um leid og dyrnar lokudust á eftir mér.

Ég hefdi kannski átt ad spyrja hann hvad hann aetladi ad gera vid thessar tuttugu sekúndur sem thad tók ad afgreida gamla manninn med kexid. Ég hefdi kannski líka átt ad benda honum á thad ad hann hefdi eytt tíföldum theim tíma í ad aepa á gamla manninn og mig og láta eins og vitleysingur á almannafaeri. En ég gerdi thad ekki. Thví ég er gód. Madur vill nú ekki verda thess valdandi ad menn fái heilablódfall af aesingi.


Víóluskrímslid - ad gefast upp á helv...H-lendingunum.

miðvikudagur, maí 11, 2005

B-O-B-A

Í gaer fékk ég allsvakalegan tölvupóst frá vinkonu minni. Thad er óhaett ad segja ad innihald hans hafi verid alger B-O-B-A svo madur vitni nú í merka menn. Thad sem í honum stód var frásögn af nokkru sem gerist bara í bíó - nú eda í lífi vina manns.

Téd vinkona er sellisti frá Rúmeníu sem búid hefur í H-landi sídastlidin 4 ár. Ástaedan fyrir thví ad hún kom hingad til lands var tvíthaett. Annars vegar var hún ad fara ad laera hjá kennara sem henni leist vel á- en á hinn bóginn var hún ad flýja gamla drauga. Palestínskur unnusti hennar til tveggja ára hafdi farid til Danmerkur í framhaldsnám og gift sig thar án thess ad hafa fyrir thví ad segja henni frá thví. Thegar hún svo komst ad öllu saman skildi hann ekki hvers vegna hún vaeri svona reid - enda vaeri hann ad thessu til thess ad búa í haginn fyrir framtídina og ná sér í landvistarleyfi fyrir thau tvö. Vinkona mín keypti thad ekki og kom til H-lands med brostid hjarta.

Í H-landi eyddi hún löngum tíma í ad losna vid bastardinn, eins og hún nefndi hann, út úr lífi sínu. Thad gekk thó ekki betur en svo ad hún gat ekki stillt sig um ad hafa samband vid hann aftur. Bastardurinn sá sér leik á bordi ad eiga tvaer konur í einu og sló til. Í tvö ár gengu loford og hótanir milli gerfihnatta og símalína. Rosaleg rifrildi voru hád. Bastardinum gekk greinilega ekkert ad skilja vid konuna sína til ad vera med vinkonu minni. Á sama tíma heimtadi hann ad hún klaeddist efnismeiri fatnadi, faeri ekki út ad skemmta sér og umgengist ekki adra karlmenn. Thegar hann kom í heimsókn til hennar í Amsterdam thurfti samleigjandi hennar ad flýja húsid.

Öll thessi andlegu átök tóku sinn toll. Vinkona mín hrídhoradist, svaf illa og haetti ad geta aeft sig svo nokkru naemi. Ekki thýddi nokkurn hlut ad reyna ad koma fyrir hana vitinu. Hún var haett ad hlusta. Thangad til í fyrradag.

Síminn hringdi. Í símanum var eiginkona bastardsins - sem loksins hafdi mannad sig upp í ad opna símreikninginn á undan honum thrátt fyrir hótanir um barsmídar. Hún sagdi ótrúlega sögu. Bastardurinn hefdi gifst henni ádur en hann fór til Rúmeníu. Thegar hann trúlofadist vinkonu minni var hann thegar giftur annarri - og hvorug konan vissi af hinni. Heimsóknir hans til vinkonu minnar voru dulbúnar sem vinnuferdir til útlanda. Konan sagdist hafa ordid tortryggin thegar hann fór í eina slíka ferd á 6 ára brúdkaupsafmaelinu theirra og svaradi ekki í símann í heila viku. Hún hefdi ekki alls fyrir löngu sótt um skilnad.

Eiginkonan og hjákonan spjölludu í símann í tvo tíma og skiptust á frásögnum. Thegar langt var lidid á samtalid var theim ordid vel til vina. Thaer óskudu hvor annarri góds gengis og kvöddust med virktum.

Bastardurinn var ekki kátur thegar hann frétti ad flett hafdi verid ofan af hans ömurlega lygavef. Sms skeyti thar sem hann hótadi vinkonu minni líkamsmeidingum og dauda gengu milli landa eins og byssukúlur. Vinkona mín haetti ad svara í símann og skipti um tölvupóstfang. Hún er ad velta thví fyrir sér ad flytja líka thví nú veit madurinn hvar hún á heima. Rosalegt.

Madur getur ekki annad en hugsad til thess hvad mannfjandanum hefur gengid til! Thad aetti ad smala svona mönnum saman í risagáma frá Eimskip og sökkva einhvers stadar út af Reykjanesskaga. En fátt er svo med öllu illt. Vinkonan er laus undan aegivaldi bastardsins.

Loksins getur hún hafid nýtt líf.

Víóluskrímslid- slaer sér á laer

föstudagur, maí 06, 2005

Minimalistiskur kúkur

Fátt er eins hressandi í midri prófatörn og minimalistísk músík. Ég komst ad thví gaerkvöldi thegar ég tók mér hlé frá mannskemmandi ritgerdaskrifum og fór og hlustadi á Tilburgskan kvartett flytja Different Trains eftir Steve Reich. Eftir ad hafa setid dáleidd og hlustad á ostinato ritma í hálftíma leid mér eins og heilinn í mér hefdi farid í gegnum V.I.P medferd í bílathvottastöd. Höfudid á mér virtist amk. háfu kílói léttara en venjulega. Thá veit madur hvad hollenskur fagordafordi um fidlukennslu vegur thungt.

Madur festist í thví ad hugsa um furdulegustu hluti thegar madur er undir pressu í lengri tíma. Í gaer sat ég vid eldhúsbordid og spjalladi um ordsifjafraedi vid Luis. Thar komst ég ad thví ad kaka thýdir líka kaka á kóresku. Á spaensku thýdir kaka hins vegar kúkur. Dat is minder, eins og H-lendingar segja. Á H-lensku er kaka koek, borid fram kúk. Kaka verdur ad kúk, thad er alveg ljóst. Hver tengslin eru annars vegar milli köku og kúks verda adrir menn og mér fródari ad fraeda mig um.

Thegar nemandi minn kom svo í tíma í dag og stökk upp í stillingu í fimmta skiptid eftir ad ég hafdi skammad hann fyrir thad fjórum sinnum sagdi ég ad ef hann gerdi thetta aftur faeri hann ekki lifandi hédan út. Sem betur fer fór hann ad hlaeja. Ég hef ekki efni á ad fá á mig kaerur thegar svona lítid eftir er af skólanum.


Víóluskrímslid - kúkur í lauginni

þriðjudagur, maí 03, 2005

Thad er rosalegt

...thegar manni er svo illa vid einhvern ad madur skelfur af vidbjódi vid thad eitt ad vita af honum í nágrenni vid sig.

Ég get varla sagt ad ég hati nokkurn mann en helvítis kvikindid á loftinu kemst helst nálaegt thví.

Fari hann ekki ad laekka í graejunum brádlega rennur blód eftir slód.


Víóluskrímslid - brýnir búrhnífinn

mánudagur, maí 02, 2005

Helgi

Ljúf helgi og gód er ad baki. Hallveig myndlistarmadur og Belgíufari skrapp yfir landamaerin og skemmtum vid okkur vel. Medal annars fórum vid í Van Abbé nútímalistasafnid í Eindhoven. Thar var fullt af fyndnu dóti og gott kakó.

Í gaer fagnadi H-land baráttudegi verkalýdsins med 28 stiga hita og sól. Thad var mjög hátídlegt. Thó verd ég ad vidurkenna ad mig langadi meira í göngu og kommakaffi á Vatnsstígnum. Í H-landi eru ekki farnar göngur. Enda thjódhátídardagur H-lendinga nr. 1 "koninginnedag" deginum ádur og thví tilvalid ad nota 1. maí til ad sofa úr sér.

Um daginn heyrdi ég fyndid ord. Gehannes er H-lenskt ord sem thýdir vesen. Thad finnst mér alveg rosalega fyndid.

Í dag eiga Annegret og Anita Dögg afmaeli. Ég er thess vegna farin heim ad baka kanilsnúda, bádum til heidurs. Verst ad adeins annad theirra er í sama landi og ég.

Víóluskrímslid - fjórdipartur = 120