Illgirni og almenn mannvonska

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Ödruvísi mér ádur brá

Ég og valkyrja bloggheima erum fjórmenningar. Jahá.
Nostalgía

Gledilega hátíd kaeru lesendur!


Í dag er fyrsti maí. Sannur hátídisdagur dagur í minni fjölskyldu. Ein af mínum fyrstu aeskuminningum er ad vera keyrd í kerru med áföstum íslenskum fána og ödrum raudum nidur Laugaveginn í glampandi sól. Allt í kring eru BSRB spjöld (thad var ádur en vid fórum ad ganga med Ísland-Palestínu) og madur med kalltaeki leidir kröfuna SÖMU LAUN OG ÁSMUNDUR! Pabbi var ekkert sérstaklega hrifinn af Ásmundi. Hann strikadi yfir hann í einum althingiskosningunum. Ég sagdi Ásmundi frá thví í eitt skiptid sem vid fórum í sumardvöl Althýdubandalagsins á Laugarvatni. Önnur fögur bernskuminning.

Thad fylgir sérstök tilfinning fyrsta maí. Sama á hverju ári. Hversu margir gangi í ár. Aetli öll félögin komi? Hverjir verda nýjir? Aetli rigni? Aetli helv. Lúdrasveit Verkalýdsins spili aftur bara negrasálma og bossanóva á leidinni nidur á torg? Hvad vard um "Sjá rodann í austri" ?

Vid göngum alltaf alla leid nidur á torg. Oftast öll fjölskyldan thó stundum séum thad bara vid pabbi. Á leidinni hittum vid fjölskyldumedlimi úr bádum aettum, vini og kunningja. Suma hittum vid adeins einu sinni á ári og thá í kröfugöngu. Svipumst um eftir Helga Hóseassyni. Stundum er hann nefnilega med kröfuspjald med ógedslega kúl krossfestum bangsa. Thad sem hann festi á bangsann fannst mér thó flottast.

Á torginu hlustum vid á raedurnar. Best er thegar Ögmundur Jónasson talar. Ekkert jafnast á vid Ögmund í ham réttlaetis og jöfnudar. Hann er efstur á lista VG í Sudurkjördaemi Reykjavíkur í ár. Ég aetla ad gera mér ferd til Amsterdam til ad kjósa hann á morgun. Thví atkvaedi verdur vel varid.

Thegar vid erum búin ad hlusta á svona 2 raedur og syngja nallann nokkrum sinnum bara fyrir okkur leggjum vid leid okkar upp á Vatnsstíg. Thar er samkomusalur MÍR og thar er glatt á hjalla og vel til rétta veitt. Á efstu haed er kaffibord sem keppt getur vid 3 fermingarveislur samanlagt. Kaffi eins og hver getur í sig látid og gos fyrir börnin. Ég man hvad mér brá fyrst thegar ég sá ad their voru farnir ad bjóda upp á kók. Sömu frúrnar sjá um kaffid núna og fyrir 15 árum. Thaer hafa ekkert breyst. Kaffistellid kemur ábyggilega frá theim líka. Amk 10 mismunandi tegundir og stílar. Rósir og gylltar rendur thó yfirgnaefandi. Madur tharf ad bída eftir saeti sé madur seinn. Sé madur snemma í thví/heppinn finnur madur bord nálaegt kökunum.

Í MÍR er aettarmót hjá mér á hverju ári. Systur mömmu, systur pabba og hin og thessi afkvaemi theirra eru fastagestir. Amma kemur líka med. Kökur étnar og kaffi drukkid. Svo eru thad rússneskar teiknimyndir í bíósalnum. Gamla prógrammid kunni ég ordid utanad. Uppáhaldsmyndirnar mínar voru
1.Myndin um Ólympísku leikana og fornaldarmenningu Grikkja og Rómverja. Senan thegar Neró er velt upp á kappreidavagn medan hinir keppendurnir bída er ógleymanleg.
2.Myndin um hundinn og úlfinn og brúdkaupsveisluna thar sem allir urdu fullir. Rússnesk baendamenning.
3. Myndin um maurinn sem fauk ad heiman og komst til baka eftir mikla hrakninga fyrir hjálp samskordýra sinna. Falleg og hjartnaem mynd.
Í hittedfyrra skiptu their um prógramm. Nú sýna their seríur um úlfinn og kanínuna. Úlfurinn er vitlaus, kanínan klár. Litlu fraendum mínum tveimur finnst thaer nýju samt skemmtilegri. Ég er ekki sammála. Úlfurinn er einum of vitlaus fyrir mig.

Nenni madur ekki ad horfa á teiknimyndir getur madur keypt sér tombólumida í anddyrinu. Thar vann ég fyrir ca. sex árum adalvinninginn - stolt bókaskápsins míns - rússnesk/rússneska ordabók í tveimur bindum. Thad var gódur dagur. Einhvern tímann aetla ég ad laera rússnesku. Í hittedfyrra vann ég PRAVDA lyklakippu. Hún er ógedslega flott. Ég geng ekki med hana af ótta vid ad týna henni.

Í dag er fyrsti maí. Í dag fer ég ekki í kröfugöngu. Ég fae engar kökur - nema ég nenni ad baka thaer sjálf. Thad verda engar rússneskar teiknimyndir. Engin tombóla. Enginn nalli. Mér finnst thad frekar súrt. Og thar sem ég sit og hugsa til rússneska raekjusalatsins sem ég borda alltaf of mikid af fae ég oggulitla heimthrá. Eins gott ad pabbi gangi fyrir mig í dag.

gódar stundir.

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Útópía

Ekki er til sá heimspekingur sem ekki hefur velt fyrir sér hugmyndinni um hina fullkomnu thjódfélagsskipan. Platon leist best á ad ala öll börn upp af ríkinu og láta elítu menntamanna stjórna öllu saman. Marx vildi alraedi öreiganna. Machiavelli gaf rádamönnum rád um hvernig aetti ad berja soltinn lýd til hlýdni. Sagan hefur talid óteljandi konunga, keisara, lénsherra, hertoga, strídsherra, forseta og jafnvel thjódkjörna thjódarleidtoga svona upp á sídkastid. Og svo má lengi telja.

Uppáhaldsidja margra heimspekinga var ad skapa sér útópíu thar sem allt gekk upp og allir voru gladir. Mér finnst thad snidugt. Hér koma tvaer útópíur sem ég hef sett saman med dyggri hjálp theirra sem sofna ekki úr leididum thegar ég fer ad tala um svona hluti. Kreditlisti fylgir á eftir.

Útópía nr. 1 Alraedi sköllóttu geldinganna.

Thessu fyrirmyndarríki er stjórnad af 12 mönnum og konum sem eru alin upp til thess frá blautu barnsbeini. Thau skörpustu, samviskusömustu og mildustu eru valin úr theim stóra hópi barna sem alinn er upp af ríkinu eftir umfangsmikil persónuleikapróf. Til thess ad drengirnir láti testósterónid ekki hlaupa med sig í gönur og fari ekki í pissukeppni vid adrar thjódir (sbr. Donald Rumsfeld) eru their geltir fyrir 10 ára aldur. Stúlkur eru gerdar ófrjóar. Hárid er rakad af öllum grislingunum og thau klaedd í appelsínugula búddamunkakufla svo thau ödlist naudsynlegt kynleysi og geimveruelement.Thessir framtídarleidtogar eru aldir upp vid umfangsmikla og vídtaeka menntun sem gerir theim kleift ad skilja adrar thjódir og bera virdingu fyrir sidum theirra og venjum. Theim er gert ad stúdera allt sem vidkemur nútíma samfélagi og vera vel ad sér á thví svidi sem thau koma til med ad stjórna sídar.
Allt thetta fólk myndar saman eitt adalrád. Thar er forseti valinn úr hópi leidtoganna fyrir hvern mánud. Sá sami má aldrei sitja tvisvar í röd. Adalrádid er myndad af 4 ráduneytum, Ráduneyti almannaheilla, Ráduneyti Atvinnumála, Ráduneyti Umhverfismála og Ráduneyti Utanríkismála.Fyrir hverju ráduneyti sitja 3 rádherrar og frúr.
Á 5 ára fresti er adalrádinu skipt út í heild sinni. Their leidtogar sem víkja taka nú vid kennsku theirra sem á eftir koma.

Theim sem vilja nánari útlistanir á thjódfélagsmálum thessarar útópíu, sbr. stéttleysi, samhjálp og samábyrgd verda bara ad hringja í mig í síma 00316-25327734 eftir klukkan 22 á kvöldin.


Útópía nr. 2 Ísland framtídarinnar

Thegar ég fór ad velta thessu fyrir mér komst ég ad thví ad alraedi sköllóttu geldinganna aetti líklegast ekki vid íslenskar adstaedur. Thad yrdi líklega eitthvad sagt ef menn faeru ad gelda vel gefin börn hér og thar og raka af theim hárid. Svo eru búddakuflarnir ekki nógu skjólgódir. Thví greip ég á lofti thessa stórgódu hugmynd frá félaga mínum sem annar er á kreditlistanum (sjá kreditlista). Í stad thess ad vera alltaf ad kjósa yfir sig sama skítinn aftur og aftur - kyssa vöndinn, eins og pabbi segir - aetti ad bidja alla sem vildu stjórna og fara med völd ad senda nafnid sitt í umslagi inn í Stjórnarrád. Svo aetti ad opna umslögin og skrifa umsaekjendur nidur á lista. Thegar thví vaeri lokid aetti ad taka 70 manna úrtak úr thjódskrá og gera thad fólk ad althingismönnum - og fordast vandlega allt thad fólk sem var á listanum. Thessir althingismenn myndu svo vinna ad hag thjódarinnar naestu fjögur árin. Líklegt er ad med thessu móti fengi madur skynsamasta og fridsamasta fólkid. Skítt med thad thó thad myndi ad öllum líkindum vilja byggja fleiri íthróttahallir. Íthróttahallirnar kosta thó minna en öll helv. sendirádin sem núverandi ríkisstjórn er ad reyna ad skreyta sig med.

Their sem vilja nánari útskýringar á thessri hugmynd og svar vid spurningum eins og "hvernig á ad koma í veg fyrir ad Franklín Steiner verdi dómsmálarádherra" eru bednir um ad hringja í ofangreint símanúmer milli 20 og 22.

Kreditlisti.
1. Hr. Hugi Helgason, dr.vitalis.
2. Hr. Thórarinn A. Ólafsson, dr.med.
3. Meistari Orri Jóhannsson dr. phil.
4. Ungfrú Margrét Hugadóttir, alheimsuppfraedari.
5. Hr. Ari Karlsson, cand.mag.
6. Frú María Ásmundsdóttir dr. phil.
7. Hr.Sverrir Gudmundsson, barnafraedari.
8. Hr.Ísleifur Ólafsson, dr.love.
gódar stundir.
Eldad úr engu

Mér hefur alltaf thótt gaman ad búa til mat. Thad ad gefa fólki ad borda er eitt thad skemmtilegasta sem ég geri. Manni lídur bara svo vel thegar madur hefur bordad yfir sig.

Á theim fjóru árum sem lidin eru sídan ég flutti ad heiman hef ég fengid ómetanlega nýja sýn á matargerd og matargerdarlist. Stundum á madur bara engan pening. Leidrétting: OFTAST á madur engan pening. Thegar slíkt ástand er vid völd verdur ísskápurinn, sameiningartákn heimilisins, oftast frekar tómlegur. Thad sem thó í honum er er thá einnig sjaldnast til thess fallid ad haegt sé ad búa til eitthvad aett úr thví. Hver eru tildaemis tengsl milli frosinna kínarúlla og sultu? Thau eru ekki svo slaem. Sinnep virkar líka ágaetlega med kínarúllum. Neydin kennir naktri konu ad spinna og Önnu ad búa til skrítinn mat sem thó er aetur.

Med látlausum tilraunum hefur mér tekist ad búa til uppskriftir ad fullt af réttum sem eiga thad yfirleitt sameignlegt ad vera úr ísskápsskrímslum á bord vid sýrda rjómanum úr sídasta partíi plús saltstöngum og nidursodnum tómötum. Thegar ég er ordin gömul og vantar eitthvad ad gera aetla ég ad gefa út matreidslubaekur med öllum thessum uppskriftum. Ég er meira ad segja búin ad ákveda hvad thaer eiga ad heita. Ég verd ábyggilega rosalega fraeg. Eins og Djeimí Ólíver. Ég aetla samt ad gera gott betur en hann og pósa nakin á öllum bókarkápunum med eldhúsáhöldum strategískt komnum fyrir hina ýmsu líkamshluta svo sem taer og eyru.

Naerst á námslánum. Í thessari bók eru adallega uppskriftir ad hafragraut og ýmsum tilbrigdum hans. Grjónagrauturinn sem Steingrímur Hermannsson segist hafa lifad á öll námsárin faer ad fljóta med.

Eldad úr engu. Í thessari bók eru adallega uppskriftir ad thví sem gera má úr dóti sem er eiginlega ónýtt.

Lifad á loftinu. Framhald ad Eldad úr engu. Vidauki um naeringargildi skordýra.

Uppfinningar úr ísskápnum. Í thessri bók eru adeins kraesilegri uppskriftir á ferd, og notkun sterkra krydda mjög lofsömud.

Dýrlegur dósamatur. Hér má finna adferdir til ad gera veislumáltíd úr bökudum baunum med ferskjum í eftirmat. Adeins 178 krónur.

Hundrad og ein hrísgrjónauppskrift. Innihaldid segir sig sjálft. Hátídarútgáfa verdur send stjórn LÍN og afhent med vidhöfn auk thess sem samsaeti verdur haldid thar sem bornir verda fram hinir ýmsu hrísgrjónaréttir, allt frá rétti númer 23, "Sídasta vika mánadarins"sem samanstendur af hrísgrjónum med steiktum lauk og chilipipar til réttar 98, "Í dag er ég ríkur" sem er hrísgrjónarönd med raekjum og sérlagadri súrsaetri sósu.

Varla tharf ad taka fram ad ég áskil mér allan rétt á thessum brádsnidugu nöfnum.

Í dag er réttur dagsins tekinn úr bókinni UPFINNINGAR ÚR ÍSSKÁPNUM. Eftir svona kortér aetla ég ad trítla nidur og troda tómötum med osti og svörtum pipar í ofninn. Já, nú er hart í ári.

gódar stundir

mánudagur, apríl 28, 2003

"Er víóluleikari í salnum?"

Thetta er umthad bil ólíklegasta upphrópun sem gaeti heyrst hvar sem er, hvenaer sem er. Ég heiti Anna. Ég er víóluleikari.

Thegar ég var lítil aetladi ég ad verda biskup thegar ég yrdi stór. Mér fannst svo snidugt ad mega standa uppi á svidi í kjól og thruma dómsdagsspár yfir skelkudum lýd án thess ad nokkur maetti taka fram í fyrir mér. Sem betur fer eltist biskupinn af mér med aldri og throska.

Svo aetladi ég ad verda dýralaeknir. Ég sem get ekki einusinni thraett orm á öngul. Thad plan féll um sjálft sig af augljósum ástaedum.

Thá datt mér í hug ad verda bókmenntafraedingur thví ég hafdi bitid thad í mig ad their ynnu vid thad ad lesa allan daginn. Thad fannst mér ekki ónýtt. Fadir minn fraeddi mig um thad ad bókmenntafraedingar thyrftu líka ad skrifa greinargerdir og laerdar baekur og gagnrýni fyrir Moggann í jólabókaflódinu. Thví nennti ég engan veginn.

Ljósid í myrkri óraedrar framtídar minnar birtist thegar ég var 12 ára. Mér datt í hug ad fara ad laera tónvísindi. Mig langadi ad laera tónlistarsögu og formgreiningu. Svo var ég einhvern tímann spurd hvar ég aetladi ad fá vinnu vid thad. Thar fór thad.

Svo fór ég í sagnfraedi. Áralöng aefing í ad lesa skrift Ara Karlssonar félaga míns skiladi mér ágaetiseinkunn í skjalfraedi. Ég skrifadi nokkrar ritgerdir. Maetti adeins í tímana sem voru eftir hádegi og fór á Mac med Orra thegar taekifaeri gafst. Svo haetti ég í sagnfraedi.

Nú aetla ég ad verda víóluleikari. Ég aetla ad gera thad ad aefistarfi ad spila á haeddasta hljódfaeri sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir utan thríhorn. Ég aetla ad verda kennari. Og spila kammermúsík í frístundum. Langafi kalladi thad kamarmúsík. Thad finnst mér fyndid. Ég aetla ad verda blönk - thad er fyrirsjáanleg stadreynd fremur en beinn ásetningur. Allir vinir mínir sem eru á leidinni ad verda laeknar, lögfraedingar, hagfraedingar, stjórnmálafraedingar eda fyrstu ríku sagnfraedingar á Íslandi munu thurfa ad bjóda mér í mat reglulega svo ég haldi í velmegunarvaxtarlagid. Ég skal spila Elgar fyrir thá í stadinn.

Ég er voda kát yfir thví ad verda víóluleikari og eiga thad fyrir höndum ad ganga í HÍV - Hollvinafélag Íslenskra Víóluleikara. Thad eru ekki margar stéttir sem eiga sér thess konar félag. Thad er glediefni. Sama thó ég muni aldrei spá dómsdegi á sannfaerandi hátt.

gódar stundir.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Hengja og skjóta alla helvítis öfgamenn

Thetta er uppáhalds einnar-línu-brandarinn hans pabba. ( Ad medtöldum "hentu í mig hamrinum - ái." brandaranum.) Mér finnst hann líka rosalega fyndinn. Thad fyndna vid hann er í fyrsta lagi mótsögnin sem felst í setningunni. Afskaplega heimspekilegt og úthugsad plott. Í ödru lagi er hann fyndinn vegna thess ad hann er fullkomlega sannur.

Thessi brandari verdur mér nákomnari med hverjum deginum sem lídur. Thad er nákvaemlega thetta sem er ad eiga sér stad akkúrat núna um vída veröld. Thad er verid ad hengja og skjóta alla helvítis öfgamenn. Og veruleikinn er svo grimmur ad ég er naestum thví haett ad hlaeja ad honum.

Mest finn ég thó fyrir sannleiksgildi brandarans thegar ég laet mig dreyma um ad byggja blýhvolf yfir Bandaríkin og drita svona eins og 1000 feitum kjarnorkusprengjum á thau. Steikja hr. Bush yfir haegum eldi svo hann fái forsmekkinn af Helvíti og thurrka út allt thetta helvítis raudhálsapakk svo restin af heiminum geti fengid ad lifa í fridi, elska fridinn og strjúka kvidinn. Djöfull vaeri thad gott a helvítin.

Svona fer fyrir alla jafna fridelskandi manneskjum eins og mér á strídstímum. Hengjum og skjótum alla helvítis öfgamenn!

gódar stundir

mánudagur, apríl 14, 2003

Sem á brjóstum borid

Ég er med lítil brjóst. Thad er í föduraettinni minni. Mér finnst thad fínt eins og adrir eiginleikar sem ég hef úr theirri aett.

Thegar ég var 13 ára var ég thó ekki med nein brjóst. Thad fannst mér öllu verra. Allar vinkonur mínar og bekkjarsystur voru med brjóst. Sumar meira ad segja med ansi stór brjóst. Og gengu í brjóstahöldurum. Ég öfundadi brjóstgódar vinkonur mínar ekki beint af bringuprýdinni. Annad og verra var ad mér fannst ad thad hlyti ad vera eitthvad ad mér fyrst ég vaeri ekki med nein brjóst. Allir voru med brjóst. Ég thekkti meira ad segja stráka sem voru med staerri brjóst en ég. Thó thad hafi ekki komid til af gódu.

Ég ákvad ad gera bragarbót á og heimtadi ad fá ad kaupa mér brjóstahaldara. Fram ad thví hafdi ég skartad misslitnum bómullarnaerfötum úr Hagkaup med miklu stolti enda thaegileg med afbrigdum. Nú vildi ég vera viss um ad fá blúndur og slaufur á mín naerföt. Thad skyldi sjást og sannast ad ekkert vaeri ad mér. Módir vor var ekki alveg á thví ad brjóstahaldarans vaeri thörf. Hún sá thó ad thetta var mér mikid hjartans mál. Og gaf eftir.

Fyrsta brjóstahaldarann minn keypti ég á thví herrans ári 1993, ad vori til nánar tiltekid. Eva vinkona mín kom med mér enda vissi hún miklu meira um brjóst og brjóstahaldara en ég, af augljósum ástaedum. Vid fórum í búdina Ég og Thú á Laugaveginum. Ég var skíthraedd um ad thad yrdi hlegid ad mér. En thad gerdist ekki. Hálftíma eftir ad vid löbbudum inn í búdina vorum vid komnar aftur út á götu og ég var ordin stoltur eigandi ad UNDRAHALDARA. Mig minnir ad vid höfum fengid okkur ís í tilefni af thessum tímamótum.

Ég fór heim og prófadi undrahaldarann med mikilli eftirvaentingu. Thegar ég leit í spegil sá ég ad hann virkadi alveg ágaetlega. Thad mótadi ad minnsta kosti fyrir einhverju sem leit út eins og brjóst. Ég var ágaetlega sátt. Og tók ad ganga í brjóstahaldara thó engin vaeru brjóstin til ad halda uppi. Fullkomin blekking. Hagkaupsnaerfötin fengu ad gista dýpstu afkima naerfataskúffunnar.

Ég gekk í brjóstahaldara í 6 ár. Á theim tíma miskunnadi almaettid yfir mig og bjó til á mig alvöru brjóst thó lítil vaeru. Thad var mér mikill léttir. Mér thótti thó aldrei neitt sérstaklega thaegilegt ad vera í brjóstahaldara. Í svoleidis flíkum eru alskonar vírar, saumar, blúndur og drasl sem flaekist fyrir manni sé madur ekki theim mun vissari um hvernig thad virkar. Klemmurnar og festingarnar eru miserfidar vidfangs og ég fattadi stundum alls ekki hvernig ég átti ad koma mér úr einhverri blúnduflíkinni sem mér hafdi á óskiljanlegan hátt tekist ad koma mér í. Thetta gat valdid vandraedagangi í verslunarferdum. Ég haetti smám saman ad fara í naerfatabúdir án fylgdar. Auk thess passadi thetta dót aldrei almennilega á mig. Ég gekk meira í thví af hreinni thrjósku.

Loksins gafst ég upp. Eftir áralanga thrautagöngu af blúnduspennitreyjum sem mig klaejadi undan, pössudu ekki yfir bakid á mér, stungu á mig göt med lausum vírum og gerdu mig ad fífli í fatabúdum ákvad ég ad thetta gengi ekki lengur. Ég lagdi brjóstahöldurunum. Ad eilífu. Hagkaupsnaerfötin voru grafin upp á ný. Ég er frelsud kona í dag. Mér finnst ég ekki eins sexí í neinu og teygdum götóttum bómullarnaerbuxum.

Ég er med lítil brjóst. Fín brjóst sem valda mér ekki nokkru hugarangri. Thau sveiflast ekki yfir axlirnar á mér thegar ég hleyp. Thau valda mér ekki bakverkjum. Thau eru bara á sínum stad. Gudi sé lof fyrir genitíkina. Lengi hef ég thó velt thví fyrir mér hvernig ég eigi ad losa mig vid fortídina á tilkomumikinn hátt. Ég komst ad nidurstödu ekki alls fyrir löngu. Thegar ég kem heim í sumar aetla ég ad kveikja í öllu helvítis blúndudraslinu og dansa strídsdans kringum bálid.

gódar stundir.

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Enginn er eyland.

Frelsi er fallegt ord. Hamingjusamt, létt og fer vel í munni. Enda er thad vinsaelt ord. Mér reiknast svo til ad medalmadur taki sér thad í munn amk. thrisvar á dag. Ég tala ekki um sé madur Heimdellingur.

Frelsi er fallegt ord, um thad geta allir verid sammála. Thad lífgar upp á hversdagsleikann. Faer mann til ad anda léttar. Thad faerir med sér hamingjutilfinningu sem fá önnur ord geta keppt vid. Indaelt ord. Frelsi frelsi frelsi. Madur flissar af kátínu.

Frelsi er eitt af mínum uppáhaldsordum. En thad er med uppáhaldsord eins og uppáhaldsmat. Madur notar thad spari. Thví midur er thad thó ekki alltaf svo. Ákvedinn hópur manna hefur tilhneigingu til thess ad klína thví utaná og innaní allt sem thad segir. Their rökstydja hugmyndir sínar med ordinu einu. Togar thad úr samhengi, afskraemir og skrumskaelir. Auk thess ad vera fallegasta ord í heimi er frelsi einnig thad misnotadasta.

Ég sé ekki frelsi í thví ad vera á kafi í dópi vegna thess ad madur hefur frelsi til ad gera hvad sem manni sýnist. Frelsi til ad eydileggja líkama sinn og sál!? Ég sé ekki frelsi í thví ad hagnast á eymd annarra. Ég sé ekki frelsi í thví ad skapa efnahagslegt og menntunarlegt bil milli fólks og mismuna fólki á grundvelli efnahags. Ég sé ekki frelsi í thví ad sprengja lönd og thjódir fyrir efnahagslegan ávinning.

Vid erum ekki ein í heiminum. Enginn er eyland. Allt í kringum okkur er fólk. Og samfélag er byggt á fólki. Heilbrigdu samfélagi er haldid saman af SAMÁBYRGD. Vid berum ábyrgd hvert á ödru. Vid hjálpumst ad. Adeins á thann hátt er haegt ad ganga úr skugga um ad enginn lídi skort. Sá sem eydileggur líf sitt med neyslu fíkniefna drepur ekki adeins sjálfan sig. Hann veldur fjölda manns áhyggjum og sorg. Hann eydileggur líf annarra. Líf sem hann á ekki sjálfur og hefur thar med engan rétt á ad eydileggja. Thad er ekki frelsi. Thad er ábyrgdarleysi og heimska. Thad sama gildir um alla thá sem nota fallegasta ord í heimi til ad fódra gerdir sínar.

Frelsi finnst adeins í samfélagi thar sem allir hafa jafna möguleika. Jafna möguleika og hvatningu til ad leita sér menntunar Thar sem allir hafa almennilega til hnífs og skeidar og thak yfir höfudid. Thórbergur Thórdarson sagdi í Bréfi til Láru ad fátaekt kaemi í veg fyrir andlegt líf. Hvernig aetti fólk sem hefdi áhyggjur af ad lifa af naesta dag ad geta notid menningar og lista. Med fátaekt og skorti vaeri andlegt líf theirra heft á medvitadan hátt. Er thad frelsi?

Thegar mannkynid lifir saman í sátt og samlyndi, thegar enginn lídur skort, thegar engum er mismunad á grundvelli trúar, kyns eda kyntháttar getum vid farid ad tala um frelsi. Ekki fyrr. Og megi their skammast sín sem thangad til misbjóda fallegasta ordi í heimi.

gódar stundir.

föstudagur, apríl 04, 2003

Ad geta betur

Thegar ég var lítil, á ad giska fimm, sex ára, var spurningakeppni framhaldsskólanna thad skemmtilegasta sem ég vissi. Ég sat eins og límd fyrir framan sjónvarpid thegar keppnin var á dagskrá og fylgdist andofa med öllum gáfumennunum ausa úr fjóshaugum visku sinnar. MS tvíburarnir voru hetjurnar mínar. Mér fannst their alveg ógedslega flottir.

Ég var fródleiksfúst barn og med árunum vard thad sport hjá mér ad svara spurningunum á undan keppendunum sem tókst oftar en ekki. Thad fannst mér stud. Mér fannst ég hafa talent. Ég ákvad, ad thegar ég faeri í menntaskóla skyldi ég komast í Gettu Betur lidid. Rúlla upp öllum vitleysingunum sem vissu ekki hvada ár Júlíus Sesar var myrtur.

Ég vann ötullega ad thessu markmidi mínu. Ef spurningakeppni af einhverju tagi var haldin í grunnskóla var ég med og lét ljós mitt skína. Litla systir var lögd í einelti fyrir ad eiga skrítna systur. Ég held hún hafi verid fegnari en ég thegar loks kom ad thví ad ég skyldi fara í menntaskóla.

Ég aetladi aldrei í MR. Ég aetladi í MH. En mig langadi ad laera latínu og MH tók hana af kennsluskrá einmitt árid sem ég hefdi átt ad setjast á skólabekk. Thessvegna fór ég í MR. Sigurganga MR í GB var thá rétt ad hefjast en ég vissi thad ekki. Mér var líka alveg sama. Ég var komin til ad laera latínu í elsta menntaskóla landsins. Bekkurinn minn var nördabekkur. Mér fannst ég vera komin heim.

Thá gerdist thad sem mér hefur ekki enn tekist ad útskýra.Skyndilega langadi mig ekkert sérstaklega ad komast í spurningalidid lengur. Var thad vegna thess ad mér fannst ég ekki vita nógu mikid thrátt fyrir allt? Var thad vegna thess ad ég vissi ekkert um íthróttir eda Júróvisjón? Eda vegna thess ad ég er stelpa og their myndu aldrei taka mig inn thví ég myndi trufla Máttinn fyrir theim á aefingum? Eda vegna thess ad ég var ad reyna ad halda mér á floti í skólanum og tónskólanum og hafdi engan tíma til ad sökkva mér ofaní GB af ástrídu? Einhvern veginn missti ég allan metnad fyrir thví ad komast í Gettu Betur lidid. Bernskumetnadurinn fyrir bí.

Ég fór aldrei í forkeppnina opinberlega. Ari vinur minn Karlsson raendi thó oftar en einu sinni spurningablödunum og hlýddi mér yfir. Í fimmta bekk hefdi ég verid medal theirra 5 efstu. Ásamt Gunnari vini okkar myndudum vid Ari hid háskalega spurningalid 4B sem svo eftirminnilega vann Ratatosk '97 og fór í úrslit árid eftir. Vid aefdum aldrei. Né sídur hittumst sérstaklega til ad styrkja lidsandann. Vid vorum bara ad skemmta okkur. Konunglega, ef út í thad er farid. Thad var mér nóg.

Samt velti ég thví stundum fyrir mér hvad hefdi gerst hefdi ég látid á thad reyna ad komast í spurningalidid. Hvort their hefdu thorad ad taka mig inn. Hvad thá hefdi gerst. Aetli karlaveldid sem óneitanlega ríkti og ríkir enn innan spurningalids MR hefdi vogad ad stíga skref í framfaraátt. Hvort ég hefdi ordid kófdrukkin mubla í GB sigurpartíinum sem MR-ingar virdast vera ordnir áskrifendur ad, sitjandi í eldhúsinu á Lynghaganum röflandi um bjölluspurningar sídustu 10 ára og sofnandi med hljódnemann í fanginu...? Fengi alltaf hjartslátt á vorin thegar naer draegi keppni? Kannski vaeri ég núna ad thjálfa litla laglega drengi og stúlkur í ad verda spurningalidsstjörnur. Hefdi svosem ekkert haft á móti thví...

Aetli hlutirnir hefdu farid á annan veg hefdi ég farid í MH?

gódar stundir

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Hinn ameríski baggalútur

er snidugur
Flug og ríd

Hin ósýnilega hönd markadarins hefur af alvisku sinni fundid upp nýjan ferdamáta. Í stad thess ad bjóda erlendum ferdamönnum upp á rútuferdir um endalaus öraefi thar sem ekkert er ad sjá, margra daga göngutúra í óútreiknanlegu vedri og gláp á svoköllud náttúruundur hefur flugfélag allra landsmanna, Flugleidir, ákvedid ad nýta sér audlind sem hefur legid ónýtt hingad til. Greddu íslenskra kvenna.

Í nýlegri auglýsingaherferd meints flugfélags gefur ad líta stórkostleg bod um sódalegar helgar og einnar naetur gaman. Fyrir thá sem ekki skilja ensku (thad virdist vera thó nokkud algengt ef marka má yfirlýsingar bladafulltrúa flugfélagsins) fylgja auglýsingunum myndir af aesilegu, fáklaeddu kvenfólki í ledjuslag. Thannig er gengid úr skugga um ad auglýsingin nái til sem flestra. Varla tharf ad taka fram ad stúlkurnar á myndunum eru föngulegar mjög, enda íslenskar ad aett og uppruna. Gefid er í skyn ad taki menn thessu kostabodi og fljúgi til Íslands yfir helgi bídi theirra hjardir óthreyjufullra kvenna sem tilbúnar eru í slaginn - og thad allsendis ókeypis.

Íslenskar konur hafa löngum verid lofadar fyrir fegurd sína og andlegt atgervi. Ekki hefur heldur thótt spilla ad thaer búa yfir heilmiklu kynferdislegu sjálfstaedi og thykir ekkert tiltökumál ad velja sér medreidarsveina til einnar naetur gamans. Thessi sidur theirra, ad stíga idulega fyrsta sporid til nánari kynna, hefur oft komid flatt upp á marga erlenda ferdamenn sem haett sér hafa út í skemmtanalíf Íslendinga. Theim sem finnst ad konur eigi ad sitja med hendur í skauti og bída rólegar eftir thví ad einhver láti svo lítid ad reyna vid thaer verda oftast fyrir töluverdu menningaráfalli. Hinir sem komnir eru adeins lengra á thróunarbrautinni njóta thess ad thurfa ekki ad thykjast aetla ad giftast einhverri til ad ná sér í drátt og skemmta sér konunglega. Líka thegar theim er hent út morguninn eftir.

Thrátt fyrir ordspor sitt eru íslenskar konur thó ekkert vergjarnari en adrar konur á thessari jörd. Munurinn er einfaldlega sá ad í stad thess ad sitja og stara hundsaugum upp á öll karlmennin í kringum sig sýna thaer áhuga sinn í verki sé hann til stadar. Jafnrétti kynjanna byggist nefnilega ekki adeins upp á jafnrétti til náms, vinnu, launa og tháttöku í samfélaginu. Thad byggist líka upp á jöfnu kynferdisfrelsi.

Ég skammast mín andskotann ekkert fyrir ad íslenskar konur séu sagdar lauslátar fram úr hófi. Ég skammast mín enn sídur fyrir thann sid theirra gegnum aldirnar ad auka vid fátaeklegt genamengi landsmanna med thví ad taka útlendinga fram yfir heimamenn. Hefdu thaer ekki gert thad vaerum vid innraektadri en ord fá lýst og thá vaeri ekki thetta fallega svarta hár í föduraettinni minni. Ég skammast mín ekki fyrir ad reyna vid menn ad fyrra bragdi. Hvers vegna í ósköpunum aetti ég ad gera thad? Ekki skammast karlmenn sín fyrir ad reyna vid konur ad fyrra bragdi og hvers vegna aetti annad ad gilda um konur?!

Thad sem mér finnst öllu verra er ad íslenskt fyrirtaeki í eigu Íslendinga dragi sjálfstaedi íslenskra kvenna í kynferdismálum nidur á nidurlaegjandi, plebbalegt plan med hallaerislegri auglýsingaherferd. Thad er heldur ekki eins og íslenskar konur, sú grada kventhjód sem vísad er til á svo fjálglegan hátt, séu ad sofa hjá hverjum sem er. Hafid thid séd gaurana sem koma í thessar ferdir? Gud minn gódur.....

gódar stundir.