Illgirni og almenn mannvonska

mánudagur, febrúar 28, 2005

Thögn

Thad var óvenju thögult í húsi hinna töfrandi lita um helgina. Luis var ad vinna sér inn fyrir leigunni í Den Haag. Annegret var í burtu ad bjarga kaerastanum úr tilvistarkreppu. Nýja stelpan fór heim til pabba síns og mömmu. Gud veit hvar ofdekradi krakkaskrattinn á loftinu var nidurkominn. Hann gerdi mér thann greida ádur en hann fór ad fylla thvottavélina af óhreinu taui og setja hana ekki af stad. Nú bída larfarnir hans eftir honum fyrir framan hurdina hans. Múhaha.

Ég var semsagt alein heima. Hvergi heyrdist ómur af samtali milli örthunnra veggja hússins. Ég heyrdi hvorki í sjónvarpinu nidri né útvarpinu í eldhúsinu. Enginn spiladi tónlist. Enginn gerdi tilraunir til ad fjölga mannkyninu. Best af öllu var thó ad ég thurfti ekki ad hlusta á dýrid á loftinu aefa kántrímedleyid sitt og syngja med. Thad var alger thögn í húsinu. Eyrnatappasafninu mínu var skyndilega ofaukid.

Fyrst fannst mér thad skrýtid enda umkringd hljódum upp á sérhvern dag. En svo fór ég ad njóta thess. Eyrun hlutu verdskuldada hvíld frá thví stanslausa áreiti sem thví fylgir ad búa á illa einangrudu sambýli med fjórum ödrum thar sem sem hver lifir sínu lífi og thad med tilheyrandi vidhengjum. Sjálf maelti ég varla ord frá munni alla helgina. Í gaer thagdi ég nánast allan daginn. Eina lífveran sem ég yrti á var kötturinn Bezoek.

Thögn er sjaldgaefur munadur í H-landi. Thessarar helgi naut ég fram í fingurgóma. Vonandi kemur önnur slík sem allra fyrst.


Víóluskrímslid - endurnaert

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ó María, mig langar heim

Thegar ég kom heim í gaerkvöldi úr vikulegri aevintýraför til barnamúsíkskólans í Eindhoven bidu mín skilabod á símsvaranum frá fyrrum húsbraedrum mínum í Pretoriastraat.

Their vildu fara í sund.

Ekki ég.

Vid komumst ad samkomulagi um ad fá okkur hollan göngutúr nidur í bae og fá okkur einn öl.

Barinn Exstase vard fyrir valinu. Thegar vid komum inn úr kuldanum áttudum vid okkur á thví ad thad var midvikudagskvöld. Á midvikudagskvöldum breytist Exstase nefnilega í skemmtistad med dansgólfi thar sem einungis er spilud tónlist frá áttunda og níunda áratug sídustu aldar.

Vid settumst vid bord, fengum okkur hvert sinn ölinn og fylgdumst med dansgólfinu fyllast af fólki. Og thá gerdist thad.

Their spiludu LIKE A VIRGIN med Madonnu.

Skyndilega var ég gripin svo grídarlegri heimthrá ad annad eins hefur ekki sést nordan Alpafjalla. Nostalgían nádi algerum tökum á mér og árin í Stórholti svifu mér fyrir hugskotssjónum. Partíin í rottuholunni thar sem 20 manns var trodid á 18 fermetra. Labbad nidur í bae á glerhálum Laugaveginum. Spotlight medan sá var og hét. Anita Dögg í gervi nektardansmeynnar Jelenu fengnu úr fataskáp Margrétar. Ég í kjólfötunum afa hans. María plötusnúdur í thrönga skídasamfestingnum. Bláalónsferdin fraega á Jónsmessunótt. Rúgbraud med sardínum í kvöldmatinn. Spegillinn í útvarpinu. Páfagaukarnir í eldhúsinu. Thegar ég var vön ad fara til ömmu eftir tíu á kvöldin og spjalla fram ad sídasta straetó. Kjötsúpa hjá pabba. Thegar ég var med lykla ad Tónskólanum á Engjateig, aefdi mig til thrjú á nóttunni og svaf til eitt á daginn. Sumlaferdir med fjölskyldunni. Jassklúbburinn. Seltjarnarnesid rúntad med forsetanum. Orri og Vala nýflutt á Grettisgötuna. Sund med Maríu. Ó, María. Vid sem dönsudum vid Like a Virgin og máludum baeinn bleikan.

Svo var lagid búid. Drengirnir voru nidursokknir í heimspekilegar paelingar og tóku ekkert eftir thví ad ég var farin ad vatna músum ofan í glasid mitt. Sem sannur Íslendingur tók ég thann pól í haedina ad harka af mér. Og thad gerdi ég med gódum árangri.

Like a virgin.

Víóluskrímslid - langar heim

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Valdbeiting

Nú um hádegid sat ég í tíma og hlustadi med ödru eyranu á herra Langenhuijsen bladra um spil af fingrum fram. Lét hugann reika og gerdi mitt besta til ad gera mig gáfulega og áhugasama í framan.

Skyndilega heyrdist grídarlegur skarkali ad utan. Hver fjandinn, hugsadi ég. Nú hefur verid keyrt á einhvern fjandans hjólreidamanninn. Thad reyndist rétt. Bekkurinn thaut út í glugga, nógu snemma til ad sjá ungan svertingja liggja í götunni fyrir framan vígalegan BMW. Er einhver med síma, madurinn er saerdur, kalladi ég upp yfir mig. Hálfri sekúndu sídar áttadi ég mig á thví ad mennirnir sem stumrudu yfir piltinum voru lögreglumenn. Their höfdu keyrt manninn nidur.

Skelfingu lostinn stód bekkurinn í glugganum og horfdi á medan lögreglumennirnir sneru hinum fallna á alla kanta og leitudu á honum. Their bundu fyrir augu hans og sá feitasti sat ofan á honum med hnéd kyrfilega keyrt upp í bakid á veslings manninum. Allir sem einn öskrudu their á hann eins og their aettu lífid ad leysa og gáfu honum vel útilátin högg léti hann svo lítid ad snúa andlitinu upp úr götunni. Madurinn lá eins og slytti á grúfu medan their fóru inn á hann, klaeddu hann úr jakkanum og rifu skyrtuna upp úr buxunum. Mér ofbaud og ég sneri mér undan.

Thá heyri ég hann hrópa "Hvar er strákurinn minn?" Ég sneri mér aftur ad glugganum og mikid rétt, tharna stód lítill drengur í dúnúlpu fyrir aftan lögreglumann og horfdi á ósköpin. Hann horfdi líka á thegar lögreglumennirnir rifu pabba hans upp úr götunni og tródu honum inn í BMW-inn /an thess ad taka augnbindid af honum. Stuttu seinna kom annar bíll af sömu tegund og inn í hann var drengnum sagt ad setjast. Dyrnar lokudust og their keyrdu á brott. Hjólid sem fedgarnir höfdu verid á var stillt upp vid ljósastaur. Ólaest.

Hvad thessi madur hefur gert af sér veit ég ekki. Ég veit thad eitt ad hér vard ég vitni ad fyrirlitlegri medferd á manneskju, thar sem fjórir lögreglumenn í krafti valds síns gengu í skrokk á einum manni sem lyfti ekki fingri til ad verja sig - fyrir framan barnid hans.

Skyldu their hafa komid eins fram vid manninn vaeri hann hvítur, gelgreiddur med flatan brabantskan hreim? Thad er stóra spurningin.


Víóluskrímslid- bálreitt

mánudagur, febrúar 21, 2005

Dies Irae

Í dag sat ég í mestu makindum á bókasafninu og sló inn umsókn um ferdastyrk milli Íslands og Finnlands (á saenskdönsku) thegar síminn hringdi svo gall vid.

Í símanum var Anita Dögg, nýkominn úr prófi, ósofinn og undir áhrifum af flestum theim örvandi lyfjum sem lögleg eru á Íslandi. Vid heilsudumst hjartanlega og tókum spjall saman. Eftir ad hafa raett prófid, daglega vidburdi sídan vid heyrdumst sídast og fleira smálegt spiladi Anita Dögg nokkur lög fyrir mig í símann og útsetti m.a. lagid "Litli grís"úr Emil í Kattholti í stíl Debussys.

Vid spjölludum um sumarfríid sem nálgast ekki nógu hratt fyrir minn smekk og möguleikann á thví ad skreppa út á land á medan Anita spiladi hin og thessi stef á píanóid. Um leid og ég sagdist vilja ad vid taekjum okkur frí í nokkra daga og faerum í ferdalag tvö ein byrjadi Anita Dögg ad spila Dies Irae stefid. Thad hljómar eins og einhver faeri ad syngja Highway to Hell vid svipadar adstaedur.

Mér fannst thetta hraedilega fyndid. Thegar Anita hafdi áttad sig á brandaranum kom löng thögn. Svo sagdi hann. Mikid er ég heppinn ad thér fannst thetta fyndid.


Víóluskrímslid - ekki eins og fólk er flest

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Klósettmúsík

Rétt í thessu sat ég í kaffistofunni med Lindu, sem spilar á klarinett. Hún var ad enda vid ad fá nótur ad nýskrifudu nútímaverki sem hún á ad flytja ásamt fleirum eftir nokkrar vikur. Verkid er skrifad í kringum hinar ýmsu vistarverur heimilisins.

Linda sat og rýndi í nóturnar. Hvada herbergi fékkst thú? Spurdi ég. Klósettid, sagdi Linda. KLÓSETTID? Hvernig tjáir madur klósett á klarinett? Ja, madur reynir ad herma eftir opnum krönum og thví sem heyrist thegar madur sturtar nidur...Linda rodnadi. Og, svo...svona plúmsplúms thegar fólk gerir nr. tvö...

Ég vard bit. Hvernig spilar madur plomp plomp á klarinett svo fólk átti sig á thví hvad sé ad gerast? Madur gerir svona trikk med klöppunum...Linda thagnadi. Svo sprungum vid úr hlátri.

Ekki er öll vitleysan eins.


Víóluskrímslid - nútímatónlist

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Varúd

Thessi pistill samanstendur af illskiljanlegum ídordum, fagidíotisma og herfilegum tónlistarnördaskap.

Ég hef níu líf. Thad sannadist endanlega í gaerkveldi thegar ég endadi daginn á ad sitja 3 tíma aefingu á Stabat Mater eftir Pergolesi. Eda Stabat Wagner eins og veslings orgelleikarinn kalladi verkid eftir ad hafa heyrt í söngkonunum.

Sópransöngkonan býr yfir víbratói sem skyggir á allt sem ég hef nokkurn tímann heyrt, thar med talid svakalegt thríundavíbrató vissrar eiginkonu viss orgelleikara vid vissa kirkju á Íslandi thar sem syngur viss kór. Altinn var sem betur fer med kvef svo thad heyrdist ekki eins mikid í henni. Aefingin fór fram í pínkulitlu herbergi thar sem tródu sér inn rafknúid orgelskrímsl, strengjakvartett og svo valkyrjurnar tvaer. Eftir tvo kafla fannst mér eins og höfudid á mér vaeri ad springa. Eftir thrjá kafla var ég farin ad búast vid thví ad glerin í gleraugunum mínum gaefu sig á hverri stundu. Verkid inniheldur tólf kafla. Thetta var rosalegt.

Fyrsti fidluleikari, sem thó er thekktur er fyrir ad spila Bach eins og Tchaikovski á stundum var ordinn ansi rjódur thegar aefingunni lauk. "Thetta er áskorun, gott fólk", sagdi hann og strauk svitann af enninu. "Vid thurfum ad gefa í, thad er ekki spurning. Meiri tón, meira víbrató, ekkert nobilis áherslukjaftaedi. Vid thurfum ad fylla heila kirkju med thessu." Mér leid eins og ég vaeri stödd á fótboltaaefingu.

Nidurstadan? Á föstudag flytjum vid Stabat Mater eins og salonband hefdi gert thad um 1956. Ég get ekki bedid.

-*-

Dagbaekur Ölmu Mahler komu skemmtilega á óvart. Thar skrifar ofdekradur krakkaskratti med gódan skammt af tónlistarhaefileikum, fagurt fés og dramatískt lífsvidhorf. Thad tók fólk greinilega lengri tíma ad komast af gelgjunni fyrir hundrad árum sídan. Dagbókin endar rétt fyrir brúdkaup Ölmu og Gústafs Mahler. Í einni af sídustu faerslunum lýsir Alma theim hraedilega degi thegar Gústaf missti vininn nidur í thann mund sem hann aetladi ad svipta hana heidrinum á sófanum í gardstofunni. Veslings Gústaf.


Víóluskrímslid - skemmtilegt er myrkrid

mánudagur, febrúar 14, 2005

Í dag er

Valentínusardagur. Ógn og skelfing. H-lendingar hafa tekid thennan fáránlega sid upp á arma sína og kaupaedid minnir á sídustu dagana fyrir jól. Er ég vaknadi í morgun var ég búin ad gleyma thví hvada dagur vaeri. Thar til ég fór í lestina á leid til Eindhoven og rak augun í Metróbladid thar sem heil opna var helgud einkamálaauglýsingum í tilefni dagsins. Sú fyrsta var fyndin. Thar óskadi ungur madur sjálfum sér til hamingju med Valentínusardag thar ed hann hefdi nú loks komist ad thví ad enginn elskadi hann jafn mikid og hann sjálfur. Naesta auglýsing trukkadi yfir slepjugrensuna thar sem litla krúsívúsísmúsísnúsíbollan óskadi stóra músílúsíkrúttubangsanum sínum gledilegs Valentínusardags. Ég bardist vid ad halda morgunmatnum inni og fletti yfir á "erlendar fréttir".

Mér finnst Valentínusardagur asnalegur.

Nú á thessum heilaga degi elskenda keppast menn vid ad kaupa glingur handa vidhengi sínu thá stundina, troda í thad súkkuladi og bjóda thví "óvaent" út ad borda. Veitingahús vídsvegar um H-land auglýsa grimmt og bjóda upp á spennandi matsedla sem eiga ad hressa upp á skilningarvitin svo um munar. Allar thessar óvaentu uppákomur eiga svo lögum samkvaemt ad enda í svefnherberginu thar sem elskendurnir sýna óvenju glaesilega frammistödu í tilefni dagsins. Enginn telst madur med mönnum nema hann vidurkenni duldar hvatir sínar gagnvart einhverjum/einhverri/einhverju og tjái thaer í bleiku korti. Med böngsum á.

Er mannkynid virkilega svo hugmyndasnautt og afturvirkt ad thad getur ekki verid almennilegt vid ástvini sína án thess ad thad sé skylda á sérstökum degi? Er ekki skemmtilegra ad koma threyttur heim úr vinnunni á ósköp venjulegum midvikudegi og vera drifinn á gallabuxunum á Tapasbarinn? Botna eins og tvaer raudvínsflöskur og sjá svo til hvers andinn er megnugur?

Eda eins og meistari Chet Baker syngur svo yndislega (og ég ögn minna yndislega á karókíbar í Helsinki ekki alls fyrir löngu) Each day is Valentine's day...

Dirfist einhver ad senda mér bleikt kort med böngsum á sá hinn sami ekki von á gódu.


Víóluskrímslid- oj barasta bjakk...

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Thad rignir

..og hús hinna töfrandi lita drekkur í sig úrkomuna eins og svampur. Málning molnar af veggjum. Föt á grind thorna ekki. Madur er enn blautur eftir ad hafa thurrkad sér eftir morgunsturtuna. Rúmfötin hrollköld á kvöldin. Víólan mín hljómar eins og hún sé med kvef. Thad er eins gott ad thetta sé gott fyrir gródurinn.

Hinu árlega karnivali er lokid sem betur fer. Hreinsunardeild Tilburgar hefur unnid hördum höndum ad thví ad hreinsa upp konfetti, bjórdósir og aelur um allan bae sídan á thridjudag. Ég haetti mér út á medal lýdsins á sunnudagskvöldid og fór í bíó ad sjá Alexander thví mér leiddist svo mikid ad vera ein heima. Ég skar mig svo úr grímuklaeddum fjöldanum ad ég valdi fáfarna leid heim til ad fordast adkast. Alexander var ekki alslaemur og ég skemmti mér vel yfir grimmilegum bardagasenunum. En mikid fannst mér súrt ad their skyldu fara yfir herförina til Egyptalands á hundavadi til thess ad geta komid fyrir meiri ofleikinni hómóerótík.

Í gaer og fyrradag skrapp ég svo til Amsterdam ad heimsaekja Láru og eyda peningum. Í Body Shop rédst á mig grimmileg kona med svuntu sem spurdi hvort mig vantadi adstod vid ad velja fördunarvörur. Ég sagdi henni sem satt var ad ég nennti sjaldnast ad gera mig saetari en ég er. Hún setti mig thá upp á háan stól og máladi mig í framan. Ég thurfti ad eyda 80 evrum í geisladiskabúdinni FAME til thess ad jafna mig eftir thessa árás. Ég keypti allt frá Never mind the Bullocks med Sex Pistols til Pieces du clavecin en concert eftir Rameau. Gedklofaleg innkaup svo ekki sé meira sagt.

Til ad toppa allt saman er frí í skólanum thessa vikuna svo sudur H-lendingar geti nád sér eftir 5 daga stanslaust fyllerí í grímubúningum. Ég nota tímann til ad lesa háerótískar dagbaekur Ölmu Mahler og skipuleggja líf mitt naestu tvö árin. Áhugasömum skal tilkynnt ad ný áaetlun er á leidinni.


Víóluskrímslid - nidurrignt


þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Syngjandi fjölskyldan

Allir thekkja til ad minnsta kosti einnar syngjandi fjölskyldu. Fjölskyldu thar sem enginn rífst og skammast, allir fara í bad á hverjum degi og pabbinn reglulega til rakarans. Daegurmálin raedd á rólegu nótunum yfir eldhúsbordinu og menn smala til sléttgreiddrar hópferdar í kirkju á sunnudögum. Fjölskyldu thar sem vandamál eru raedd og leyst á uppbyggilegan hátt. Fjölskyldu sem syngur lagalista KFUM og K í bílnum á ferd um landid. Thar sem Hafnfirdingabrandarar thykja thad fyndnasta sem til er. Thar sem börnin koma heim á réttum tíma. Thar sem enginn dettur í thad og verdur sér til skammar á mannamótum. Thar sem allir eru brosandi og gladir. Alltaf.

Ég hef alltaf haft ákvedna fordóma gagnvart syngjandi fjöskyldum. Í minni fjölskyldu rífast nefnilega allir og skammast enda er manni innraett frá blautu barnsbeini ad standa fast á skodunum sínum. Hafnarfjardarbrandarar flokkast undir heimskulega aulafyndni. Daegurmálaspjall endar yfirleitt á thví ad menn berja í bordid eda skella hurdum. Karlmannlegt thykir ad leysa sjálfur sín eigin vandamál og fara ekki í kirkju nema til ad vera vid brúdkaup og jardarfarir. Í minni fjölskyldu eru sungnar vafasamar vísur í bílnum á ferd um landid. Thar er líka stundum thungt yfir mönnum. Enda gedveiki og drykkjugen beggja megin laekjar.

Stundum hef ég velt thví fyrir mér hvort fordómar mínir gegnvart syngjandi fjölskyldum flokkist undir dulda afbrýdisemi. Gaeti verid ad ég öfundadi thaer af rólegheitum og óbilandi léttlyndi? Langadi mig kannski undir nidri ad endurheimta barnatrúna, binda á mig svuntu og taka thátt í kökubösurum á vegum kvenfélagsins í sókninni? Lifa reglubundnu líferni? Slíkar spurningar nögudu mig ad innan og ég var farin ad efast um gildi thess ad vera kaldlyndur víóluleikari med vafasaman smekk fyrir bókum eins og teiknimyndaseríunni "Book of Bunny Suicides".

Thar til örlögin gripu í taumana. Laugardagskvöldid var kynntist ég nefnilega hrikalegustu syngjandi fjölskyldu allra tíma.

Ég var ad spila á tónleikum í Eindhoven thetta kvöld. Ad tónleikunum loknum átti ég von á kapphlaupi út á lestarstöd thar ed stutt var í sídustu lest. Ég hlakkadi ekki beint til thess enda med hátt í 20 kíló á bakinu. Thegar mér baudst far med konsertmeistaranum födur hennar og bródur, greip ég thví taekifaerid fegins hendi.

Mér vard fljótt ljóst ad hér var um syngjandi fjölskyldu ad raeda. Thad tók okkur 40 mínútur ad finna bílinn í bílastaedahúsinu vegna thess ad bródirinn hafdi gleymt á hvada haed hann lagdi. Vid drösludumst med farangurinn milli tveggja haeda og thrjúthúsund bíla ad leita ad fjandans bílnum - og enginn vard fúll nema ég. Thad tók adrar 15 ad hlada bílinn thar ed fadirinn fékk thá snilldarhugmynd ad fylla skottid med stórum bakpoka sem hefdi tekid mun minna pláss hefdi honum verid stillt upp á rönd. Syngjandi fjölskyldur spila greinilega ekki Tetris. Á leidinni til Tilburgar voru sagdir 23 aulabrandarar og sungin 4 lög, flest um vorid sem er á naesta leiti. Ég hélt mér saman enda vissi ég ad hér hefdi ég ekkert til málanna ad leggja. Enda vard raunin sú ad thegar ég loks opnadi munninn í Tilburg til ad vísa til vegar fór andrúmsloftid í bílnum nidur í alkul. Syngjandi fjölskyldur vísa greinilega ekki til vegar med beinskeyttum haetti.

Thad tók syngjandi bródurinn 20 mínútur ad átta sig á thví hvada einu götu hann aetti ad keyra út til thess ad komast út á hringveginn um borgina og thadan í nordur. Pabbinn eyddi tímanum í ad fá ad fara á klósettid í húsi hinna töfrandi lita og laesa sig inni á klósettinu. Ég gleymdi ad segja honum ad madur tharf ad lyfta snerlinum upp en ekki nidur til ad opna.

Thad má vera ad syngjandi fjölskyldur séu almennt hamingjusamari en vid hin. Mér er alveg sama. Thetta daemi sýndi mér fram á ad of mikil hamingja og rólegheit geta haft skadleg áhrif á mikilvaegar heilastödvar og almenna skynsemi. Mér finnst skemmtilegri tilhugsun ad vera disfúnksjónal. Í mínum bíl verda bara sungnar klámvísur.


Víóluskrímslid - enginn helv...happy idiot