Illgirni og almenn mannvonska

föstudagur, febrúar 28, 2003

Í dag
..... frétti ég ad Vaka hefdi unnid H-skólakosningarnar. Farid hefur fé betra. Ég er viss um ad thetta er allt Ísa ad thakka thví hann var svo duglegur ad hringja í fólk og segja thví ad kjósa Vöku. Tóti heldur thví thó fram ad Vaka hafi unnid thví thar er saetara fólk og betur til haft en í Röskvu. Samkvaemt thví verdur Röskva ad fara ad hugsa sinn gang. Beint í meikóver hjá vidurkenndum ímyndarfraedingum. Vera med bindi í stíl (eda bindi yfir höfud). Fara ad setja gel í hárid. Fara í bad thrisvar á dag. Mála sig meira og í hlutlausum litum sem saera ekki fegurdarskyn neins. Haetta ad ganga med gaddaólar og í Che Guevara bolum. Vera í heilum sokkum. Halda sér 10 kílóum undir kjörthyngd. Ég veit ekki. Mér hefur alltaf thótt meira varid í innihaldid en umbúdirnar.

Í kvöld

...er ég ad fara í partí í Amsterdam. Thar verdur fullt af gydingum. Ég aetla ad halda mér saman. Sídast thegar ég opnadi munninn í gydingapartíi fékk ég mordhótanir.

Á morgun
...byrjar karnival í Tilburg. Örvaentingarfull tilraun ruddalegs nordursins til ad naela sér í swing og salsa. Í stad heitra Brasilíutóna mun hollensk SCHLAGER músík og André Rieu ráda ríkjum. Afsakid medan ég aeli. Í stad fagurskreyttra fjadrabúninga sem afhjúpa fagursveigda líkama rúla trúdaföt, svampbúningar og Lína langsokkur. Í stad edalveiga flatur bjór. Fyllerí, ruddaskapur, múgaesing, öskur og laeti eiga eftir ad vera vidlodandi fram í naestu viku. Ég vildi vera HOLLENDINGUR á karnival. Fara í thröngu buxurnar sem ég raendi af Margréti systur, kaupa mér bleikan bol med glimmeri, fölsk augnahár og geltúpu. Stefanía benti mér á ad thad vaeri ekki of gód hugmynd. Their sem ekki héldu ad ég vaeri ekki í búning myndu hrósa mér fyrir ad líta vel út.

Núna
....aetla ég ad fara ad aefa mig og hugsa hlýtt til hennar Maríu sem linkadi aftur á mig í dag. Mikid er ég farin ad sakna hennar.

gódar stundir

þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Um svefnvenjur

Ég hef lesid í laerdum bókum ad til tvenns konar fólk sé til í thessum heimi. A fólk og B fólk. Thessi skilgreining er hvorki af rasískum toga né runnin undan rifjum ungra Sjálfstaedismanna. Hún flokkar fólk eftir svefnvenjum.

A fólk er morgunhanar sem spretta á faetur klukkan sex ad morgni ádur en vekjaraklukkan hefur upp sinn fagra morgunsöng. Thetta er fólkid sem býdur manni gódan dag í straetó á morgnana ádur en thad er ordid dagljóst. Thetta er fólkid sem fer alltaf í sturtu ádur en thad fer í skóla eda vinnu. Thetta er fólkid sem bordar stadgódan morgunmat. Og sofnar ofan í diskinn sinn vid kvöldmatarbordid. A fólk er kvöldsvaeft. Thad er bannad ad hringja í A fólk eftir klukkan 10 á kvöldin. Thad er daudasynd.

B fólk stekkur ekki fram úr rúminu vid hraedilegan, skerandi són vekjaraklukkudjöfulsins. Thad hendir honum í vegginn dregur saengina yfir höfud og heldur áfram ad sofa. Ef thad tharf ad maeta eitthvad frestar thad fótaferd fram á sídustu stundu og hefur sig adeins framúr med gífurlegum viljastyrk. Thad naer ekki ad fara í sturtu. B karlar raka sig alltaf á kvöldin svo their thurfi ekki ad gera thad á morgnana. B fólk grípur braud med kaefu og bordar thad á leidinni í skóla eda vinnu. Thad sofnar ekki ofan í kvöldmatinn sinn. B fólk er naeturhrafnar. Thad má hringja í thad allan sólarhringinn, nema snemma á morgnana. Thad er daudasynd.

Ég er B kona. B+. Fyrir klukkan tíu á morgnana er ég gjörsamlega óstarfhaef. Í augnablikinu er slökkt á Önnu eda hún utan thjónustusvaedis. Vinsamlegast reynid sídar. Ég líd líkamlegar thjáningar thurfi ég ad fara á faetur fyrir minn kjörtíma. Thad er ekki grín. Mig svimar. Ég fae höfudverk. Ég sé tvöfalt. Rökhugsun er fjaer mér en nokkru sinni. Thad skiptir engu hversu mikill svefn liggur ad baki. Morgnar eru mér hreinasta víti.

Thví midur fyrir mig og annad B fólk er thjódfélagid stillt inn á tíma A fólksins. Allir skulu fara á faetur á sama tíma. Öll börn skulu maeta í skólann klukkan átta. Thegar ég var lítid barn leid ég mjög fyrir thad. Sem afkvaemi vinnandi foreldra átti ég ad koma mér í skólann sjálf. Pabbi reyndi af veikum maetti ad ýta vid mér ádur en hann fór. Kveikti ljósid - sem ég slökkti aftur. Thad var mitt ad fara á faetur. Thad dró ég eins og mér var framast unnt. Flýtirinn thegar ég loks komst framúr sagdi til sín. Ég maetti í skólann í úthverfum peysum og sokkum af sinni hvorri tegundinni. Greiddi mér aldrei. Hvad thá ad ég reyndi ad greida systur minni. Hún er med krullur. Svoleidis leggur madur ekki í daudthreyttur í tímathröng.

Thegar ég fór í menntaskóla baettist morgunstraetó vid. Thad er kalt og dimmt og blautt. Og stundum vard madur ad standa alla leidina frá Breidholti nidur í midbae. Thá laerdi ég listina ad sofa standandi.
Á sídasta árinu í MR haetti madur ad eiga á haettu ad vera kalladur á eintal vegna slaemrar maetingar. Latína var yfirleitt í fyrsta tíma. Thann vetur fór ég ad sofa út. Thá fór mér fyrst ad lída vel. Ég saetti mig vid ad vera B kona.

Sídan thá hef ég reynt ad laga líf mitt ad theirri stadreynd. Ég haetti ad dadra vid Háskólann og hellti mér út í tónlistarnám. Fór aldrei á faetur ótilneydd fyrr en í fyrsta lagi klukkan 10 . Í theim edla skólum Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Hafnarfjardar gat ég hvort ed er aeft mig fram á nótt. Mestu uppgötvanirnar gerdi ég milli 2 og 3 á nóttunni. Thad voru dýrdardagar. Í skólanum sem ég er í núna tharf ég nánast aldrei ad laga tíma minn ad skipulagi A fólksins enda er hér opid til 10 á kvöldin. Húsid mitt er fríríki byggt B fólki thar sem fáir fara á faetur fyrir hádegi en vaka fram á nótt vid spil og spjall og vekja aldrei med manni samviskubit yfir morgunkúri. Framvegis aetla ég adeins ad vinna naeturvinnu á sumrin. Morgnar eru nefnilega yndislegir ef madur vakir á naeturnar.

Ég sé fram á yndislegt líf sem B kona. Vakna í birtu alla daga ársins.

Kannski aetti ég ad stofna studningshóp....

gódar stundir
Bloggdýrd
Theim sem langar ad fá skýringar á stadfestum undarlegheitum okkar systra er bent á nýjustu faerslu MARGRÉTAR. Thetta er allt satt.
Theim sem vilja samgledjast mér yfir endurkomu hinnar einu sönnu MARÍU er bent á nýjustu vidbaetur hennar vid blogg sitt (sérstaklega thar sem hún segir ad ég sé fyndin...)
Theim sem vilja fá gallhardar röksemdafaerslur til studnings straujun Íraks og flissa pínulítid í leidinni er bent á gódvin minn Ísleif.

gódar stundir

mánudagur, febrúar 17, 2003

Um thorrablót
Annan hefur afar gaman af thorrablótum. Hvad er skemmtilegra og um leid thjódlegra en ad borda úldinn mat og veltast um ofurölvi medal fjölskyldu og vina? Ekkert. Alls ekki neitt! Thegar ég var lítil voru haldin stór fjölskylduthorrablót í föduraettinni minni. Sú aett er thekkt fyrir miklar og hávadasamar samkomur sem láta engan ósnortinn. Thar er gaman. Á einu slíku var kvedin eftirfarandi vísa:
Thorramaturinn thykir mér
thjódlegur og gódur.
En allur vill hann upp úr mér
er ég sé minn bródur.
Mér hefur alltaf fundist thessi vísa alveg hraedilega fyndin.
Ég var farin ad hugsa til thorrablótanna atrax eftir jól. Sýtti thad mjög ad vera föst í útlandinu og fá ekki mitt slátur og brennivín. Thví kom thad eins og fagnadarerindid af himnum ofan thegar vid Stefanía fréttum af thorrablóti Íslendingafélagsins sem fram fór í Utrecht sl. laugardag.
Vid áttum reyndar ad spila á tónleikum helgudum snillingnum John Cage í Amsterdam sama kvöld. Gerdum thad med stael. Reyndar afrekadi Fridrik thad (NB. ekki Anna) ad spila thrusuflott g medan 67 adrir voru ad spila d. Alger hittari.
Ad tónleikunum loknum tókum vid á rás út á lestarstöd og upp í lest til Utrecht. Thar thurftum vid svo ad taka adra lest. Vid vissum ekki baun í rass hvert vid vorum ad fara svo vid brugdum á thad snilldarrád ad spyrja virdulega frú til vegar. Yfirleitt hafa virdulegar frúr eitthvad vit á slíku. Virdulega frúin sagdi ad vid thyrftum ad labba eftir thröngum, illa lýstum stíg í 20 mínútur til ad komast á stadinn. Hvad leggur madur ekki á sig...
Thegar vid komum loksins á leidarenda blasti vid okkur reisulegur búgardur. Vid rédumst til inngöngu og thá blasti vid hollenskt sódakalla fimmtugsafmaeli med schlager músík og fáklaeddu kvenfólki uppi á bordum. Óbeibí. Adspurdir könnudust thjónarnir ekki vid neina Ijslandse feest og fannst okkur thad skrýtid. Á endanum birtist thar vinalegur yfirmadur. Thegar vid sögdumst vera á leid í okkar Ijslandse feest kom á hann svipur sem ég hef stundum séd á fólki sem er ekki vant ad umgangast throskaheft fólk en lendir inni á midju jólaballi Gledigjafanna. Med sama svip leiddi hann okkur inn í gegn um eldhús stadarins, opnadi dyr og sagdi :"Ég held ad thid séud ad leita ad thessu" Svo ýtti hann okkur inn og lokadi eldsnöggt á eftir sér.
Mér leid eins og ég vaeri ad vakna af löngum draumi. Langbord svignudu undan mis-úldnum mat á silfurbökkum. Edal hangikjöt, slátur, lundabaggar, hardfiskur...brennivín í kampavínskaelinum. Og hljómsveitin spiladi Íslenskir karlmenn med Studmönnum. Thvílík fegurd. Ég fór naestum thví ad gráta af gledi og födurlandsást.
Vid settumst ad bordum. Heilsudum fólki sem vid thekktum og thekktum ekki. Bordudum alveg fullt. Og svo enn meira. Ég fór 5 ferdir á barinn á jafnmörgum mínútum. Barthjónarnir horfdu vantrúadir á thessar laglegu ungu stúlkur thamba bjór og stífa slátur og hardfisk úr hnefa. Thegar ég fór sjöttu barferdina voru their farnir ad hlaeja ad mér.
Svo var dansad. Öll uppáhalds lögin mín. Allir sungu med. Ég hef kunnad alla textana á "Med allt á hreinu" frá thví ég var fimm ára. Tharna fékk ég taekifaeri til ad láta ljós mitt skína. Svo undurskaert.
Thegar ballid var búid var smalad í rútu á leid til Rotterdamms. Thar voru ókeypis drykkir. Rallallae.
Í Rotterdam fórum vid med hinu unga Íslandi á skemmtistad. Ég var enn med víóluna á bakinu. Ad ég skuli ekki hafa týnt henni...
Vid fengum ad gista hjá theim sómahjónaleysum Helgu og Andrési í Rotterdam, hundinum theirra til mikillar skemmtunar. Thau gáfu okkur súpu og kók í morgunmat. Kann ég theim mínar bestu thakkir fyrir!
Ég er strax farin ad hlakka til ad fara aftur. En fyrst eru thad páskarnir...sumarid, sláturtídin, jólin...
Er ekki annars bolludagur á mánudaginn? Veiiiii!!!!!!
Gódar stundir

þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Skrollid nidur til ad finna nýjastu skóflufyllina úr fjóshaugi visku vorrar.....UM NETPRÓF

A

föstudagur, febrúar 07, 2003

NÝTT HEIMILISFANG ÖNNUNNAR
Thá er komid ad thví! Í gaer fluttu Annan og stallsystir hennar Stefanía búslód Önnunnar í straetó. Ég vildi ad ég hefdi verid med myndavél. Sérstaklega thegar vid keyrdum ferdarúmid med thvottagrindina festa vid og fullt af pokum hengda á grindina. Vid litum út eins og hálfvitar :)
Nú er ad ákveda hvort ég gerist vandvirk ad haetti födur míns og undirvinn og kítta ádur en ég mála eda sletti bara klessum á veggina einhvern veginn. Eda hvort ég á ad nenna ad leita ad skrúfjárni í réttri staerd ádur en ég geri vid biludu rafmagnsdósina í veggnum...eda hvort ég á ad leggja rafmagnssnúrurnar medfram gólflistunum svo kisurnar haetti ad naga thaer eda vinda thaer upp og festa med límbandi á gólfid einhvern veginn?!
Hér kemur hid nýja heimilisfang:
Anna Hugadóttir
Pretoriastraat 2
5025 HC
Tilburg
The Netherlands

Fyrir áhugasama er fastlína í húsinu... og síminn thar er
0031-13-5350087

Og hananú!!!!!

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Um netpróf.
Netpróf eru stórskemmtilegt fyrirbaeri. Thar getur madur komist ad ýmsu um sjálfan sig sem madur vissi ekki ádur. Eins og hvada litur lýsi best manns innra manni. Hvad útlims madur gaeti hugsad sér ad vera án. Hvort madur sé líklegur til ad myrda maka sinn. Hvort madur sé karl eda kona.
Ég hef aldrei verid neitt sérstaklega mikid í netprófunum enda finnst mér ég ekki thurfa ítrekadar netsannannir thess hversu frábaer, gegnheil og sjarmerandi ég er. En um daginn var mér sendur hlekkur á "vidurkennt" netpróf thar sem madur átti ad finna út hvort madur vaeri med heilagerd karls eda konu. Vidkomandi sendanda hefur greinilega fundist ástaeda til ad ég athugadi thad. Enda virdist ekki vanthörf á...thví samkvaemt prófinu aetti ég ad drífa mig í kynskiptaadgerd skipta um nafn og fara ad ganga í netabol öllum stundum. Thad fannst mér merkilegt. Ég á einhversstadar ad eiga netabol.
Ég spurdi sjálfa mig: Er ég karlmadur afthví ad ég vil gera hlutina sjálf og thrjóskast vid ad spyrja til vegar? Er ég karlmadur afthví ad ég kann ad losa stíflu úr vatnslás? Eda vegna thess ad mér finnst Valentínusardagurinn heimskulegur og er hlynnt frjálsum ástum? Er ég karlmadur thví ad mitt aedsta takmark í lífinu er ekki ad gifta mig og eignast hundrad börn? Hvad í fjandanum er í gangi!
Á vegabréfinu mínu stendur ad ég sé kona. Og hananú!!
Thad er eitt ad mismunandi hormónar móti í manni heilann eftir thví hvors kynsins madur er. Hitt er annad ad samfélagid tekur ad sér thad verkefni ad draga fólk í dilka eftir kynjum og skapa thví persónuleika sem thví nemur. Konur eiga ad vera tilfinninganaemar, blídar og módurlegar. Karlar eiga ad vera sterkir og sjálfstaedir. Konur eiga ad búa yfir grídarlegri átómatískri módurást sem brýst fram vid minnsta taekifaeri. Karlar eiga ekki ad gera thad thví thad myndi algerlega spilla kúlinu. Konur eiga ad vera sígrátandi yfir öllu sem aflaga fer og hafa ad thví er virdist einkaleyfi á thví. Karlmadur sem graetur á almannafaeri er annadhvort hálfviti eda hommi. Ekki satt?
Mikid hrikalega fer thetta í taugarnar á mér.
Ég thekki fullt af ungum mönnum sem myndu verda hundrad sinnum betri maedur en ég yrdi nokkurn tímann. Og samt stendur í vegabréfinu mínu ad ég sé kona. Ég thekki stelpur sem búa yfir persónulegum styrk á vid 40 og myndu frekar skjóta sig í hausinn en ad vatna músum á almannafaeri. Og hafid thid fylgst med stelpum í hópíthróttum? Thar eru flestu raudu spjöldin. Mér thykir alltof vaent um sjálfa mig til ad taka thátt í thvílíkum slagsmálum. Og er Ingibjörg Sólrún dragdrottning?
Af hverju slappar fólk ekki bara af og vidurkennir ad vid erum öll einstök óhád kyni. Thurfa ekki ad vera svona eda hinssegin eftir thví hvort thad er slétt eda hangir á manni. Thad myndi leysa milljón vandamál. Fólk gaeti farid ad tala saman án thess ad fletta fyrst upp í bókum um hver sé frá Mars og hver frá Venus. Og skilid hvort annad í stad thess ad gera rád fyrir thví fyrirfram ad thad sé ekki haegt vegna thess ad vidmaelandinn vaeri annars kyns!
Audvitad tekur thetta tíma. Thad er ekki haegt ad breyta samfélaginu einn tveir og thrír, fara ad klaeda alla stráka í bleikt á leikskólunum og halda ad thad leysi einhvern vanda. Thad tharf ad verda hugarfarsbreyting. Fyrst tharf ad haetta ad skipta máli ad litlir strákar séu í bleiku. Thá verdur heimurinn fallegur. Og engin thörf fyrir vidurkennd netpróf.
Gódar stundir.

mánudagur, febrúar 03, 2003

ÍSLEIFUR faer hér med 2 thakkir fyrir ad linka á Önnuna tvisvar sinnum í röd. Hann faer thví tvöfalt meiri thakkir en félagi hans Ormurinn....
Annan flytur
Emma fer til tannlaeknis....
Og Annan flytur! Thad hefur vaentanlega ei farid framhjá nokkrum theim sem eitthvad hafa verid í sambandi vid Önnuna undanfarnar vikur ad hún hefur verid ad hugsa sér til hreyfings frá núverandi dvalarstad sínum. Raedur thar mestu peningaleysi, straetóleidi og almennur pirringur sem breyttist í stress og áhyggjur eftir ad í ljós kom hvad LÍN er gífurlega örlátt á vorönn. Thví hafa undanfarnar vikur einkennst af bréfaskriftum, símhringingum og alnetsflakki í leit ad nýju húsnaedi. Thetta var mér allt hin mesta raun. Ég á nógu erfitt med ad vera kurteis á íslensku, hvad thá á hollensku. Í langan tíma virtist ekkert bera árangur og ég var farin ad undrast thad ad enginn aetladi ad fara ad falla fyrir augljósum sjarma mínum og grátbidja mig ad búa í sama húsi.
Thegar neydin er staerst er hjálpin naest....og á föstudagskvöld thegar klukkan var ad nálgast midnaetti hringdi síminn. Í símanum var ung stúlka med skemmtilega viskírödd sem sagdi mér ad líta endilega vid daginn eftir, í stúdentahúsinu hennar vaeri laust herbergi.Og thad gerdi ég. Húsid reyndist vera nálaegt midbaenum, í einu af villugjörnustu hverfum borgarinnar og thar hétu allar götur ósmekklegum nöfnum úr Búastrídinu. Gatan sem ég var ad leita ad var Pretoriastraat! Thar opnadi fyrir mér klón dr. Gunna í bol sem stód á THRASH og flókaskóm. Mér leist vel á thad eftir hjardir af gelgreiddum Hollendingum í eistnakremjubuxum sem ég hafdi ádur thurft ad tala vid í eins erindagjördum. Fyrir aftan hann birtist köttur. Mér leist enn betur á thad! Og annar köttur. Thá vard ég kát. Og svo kom í ljós stelpan sem ég taladi vid, med hárid útumallt og 3 íbúinn, fótboltadrengur med gifsada hönd. Thau voru öll berfaett. Hér vil ég búa, hugsadi Annan...
Og thad vard úr. Í vikunni flytur Annan í lítid súdarherbergi med stórum glugga og fastlínu svo nú verdur miklu ódýrara ad hringja í hana):) Hún aetlar ad mála thad gult og sauma gardínur med myndum af litlum svínum til ad hengja fyrir gluggann. Í húsinu hennar er skemmtilegt fólk, ísskápur sem er aldrei thrifinn, stórfurdulegt thvottahús, thar sem líka er sturta. Thar er skemmtilegt fólk og 2 kisur, laeda og fress sem gengur á veggi thví mamma hans'fékk pest thegar hún gekk med hann og hann er pínu tregur....
Thar er gardur sem sitja má í á sumrin...thegar einhver er búinn ad nenna ad taka til í honum og margt fleira. Ég hef ekki séd neinar könglulaer. En thad er líka vetur.
Thegar ég er búin ad finna út póstnúmerid mun ég setja nýja heimilisfangid á bloggid og senda öllum thad í tölvupósti. Ég vil ad allir viti hvar ég á heima! Svo kemur líka nýr sími. VEIII
Gódar stundir
Annan faer landvistarleyfi
Eftir mikla hrakninga í hinu hollenska völundarhúsi skriffinnskunnar er Annan loks ordin lögleg. Reyndar ekki nema fram í júlí, en thad má thó ekki henda oss úr landi fyrir thann tíma(!) Thetta kostadi thad ad vér thurftum ad fara á faetur á hinum vidbjódslega mannskemmandi ógudlega tíma 6 í morgun til ad fara í kaldan straetó og kalda lest (sem var sein) til einhvers mesta krummaskuds sem til er á thessari jörd...og heitir Etten-Leur. Hvad baer med sjálfsvirdingu heitir Etten-Leur...thetta hljómar eins og gamalt braud med Bónussmjörlíki.
Thegar thangad kom var ekki búid ad opna og vér thurftum ad standa úti í hálftíma. Thad rigndi á víóluna mína. Djöf...dónar ad opna ekki fyrir manni! Thegar inn kom vorum vér komnar í svo mikinn vígamód ad skrifstofublókin vard hraedd og leit ekki á helminginn af pappírunum sem vér höfdum medferdis ádur en hann gaf oss fallegan bleikan límmida í vegabréf vort sem segir ad vér megum laera í Hollandi. Svo thurftum vér ad skrifa undir skjal thar sem vér lýstum thví yfir ad ad námi loknu myndum vér hverfa úr landi. Vér skrifudum undir thad af heilindum og sönnum eldmódi!!!!