Illgirni og almenn mannvonska

laugardagur, júní 17, 2006

Þroski

Ég hef þroskast heilmikið síðastliðin fjögur ár. Að minnsta kosti er ég hætt að fá hjartsláttarstruflanir og missa svefn þegar ég lendi í slag við búrókrata og möppudýr.

LÍN neitar að borga mér námslán fyrr en einkunnirnar frá Finnlandi hafa verið samþykktar í Hollandi. Þangað til í gær neitaði skólaskrifstofan í Hollandi því að einkunnirnar hefðu komist til skila. Það er ekki gott, en öfugt við undanfarin ár er mér merkilega sama. Kannski vegna þess að ég er komin heim og á góða að sem gefa mér að borða.

Í fyrradag fékk ég svo þykkt umslag með alls kyns mikilvægum pappírum sem ég þarf að fylla út og senda. Ég sé til hvenær ég nenni því.

Svona verður maður afslappaður með aldrinum.


Holland

Þegar fólk spyr mig hversu mikið ég eigi eftir af Hollandsdvölinni þarf ég aldrei að hugsa mig um áður en ég svara. Það eru nákvæmlega 4 mánuðir.

Mig grunar að ég muni telja niður frá fyrsta degi.

Annars er allt að verða vitlaust þar núna þar sem nýr stjórnmálaflokkur pedófíla, NVD (Naastenliefde, Vrijheid en Diversiteit) eða Náungakærleikur, Frelsi og Fjölbreytni, verður stofnaður næstkomandi miðvikudag. Á stefnuskrá flokksins er lögleiðing barnakláms og harðra fíkniefna, afnám kynferðislegs lögaldurs og vegaumbætur.

Hollendingar eru ótrúlegir.


Víóluskrímslið - með puttann á púlsinum