Illgirni og almenn mannvonska

þriðjudagur, mars 17, 2009

Svona á að skapa þjóðfélagsþegn

Í gærkvöldi kíkti ég í heimsókn til þeirra viðkvæma fræðimannsins og bleika drekans en þau eignuðust myndarlegt stúlkubarn fyrir skemmstu.

Stúlkan, sem í móðurkviði fékk vinnuheitið fræðlingurinn, er fríð og gáfuleg sýnum og verður áreiðanlega prýðis forsætisráðherra þegar hún verður stór.

Í það minnsta veit hún hvað hún vill og er óhrædd við að láta heyra í sér gangi það ekki eftir.


Víóluskrímslið - hamingjuóskir

1 ummæli:

Orri sagði...

Við köllum hana Lestat. Hún er að éta mömmu sína upp til agna